Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 77
SKÍRNIR
VORU TIL LÆRÐAR KONUR ... Á ÍSLANDI?
71
ópu eins og ýmsir aðrir húmanistar gerðu. í þessu verki sínu mæl-
ir höfundur meðal annars með því að stúlkur læri latínu til þess að
geta kynnt sér af eigin raun þær bókmenntir sem hvetja til góðra
siða. Líkt og flestir ungir höfundar átti Vives sér sína verndara og
einna þekktust í þeim hópi var Katrín af Aragóníu (1485-1536),
dóttir Ferdínands konungs og Isabellu drottningar. Verk sitt til-
einkaði Vives Katrínu, enda dvaldist hann um langt skeið við hirð
hennar og eiginmannsins Hinriks VIII Englandskonungs.11 Er
talið líklegt að hann hafi meðal annars kennt Maríu (1516-1558),
dóttur þeirra, sem síðar varð drottning Englands. Hvernig sem því
kann að hafa verið farið, þá er að minnsta kosti víst að hálfsystir
Maríu, Elísabet I (1533-1603) Englandsdrottning, naut hinnar
bestu kennslu og náði góðum tökum á latínu, enda varð hún glæsi-
legur fulltrúi lærðra kvenna á sinni tíð. Þessi áhugi virðist hafa náð
þó nokkurri útbreiðslu meðal hástéttarkvenna á Englandi og má
því til stuðnings nefna aðalskonurnar Jane Lumley (1537-1576),
Mary greifynju af Pembroke (1561-1621) og Elizabeth Cary
(1585-1639), sem allar nýttu klassíska menntun sína til ritstarfa.12
Þegar komið er fram á 17. öld geta Danmörk og Svíþjóð státað af
lærðum konum eins og Birgitte Thott (1610-1662), sem meðal
annars þýddi verk rómverska heimspekingsins Seneca (5 f. Kr.-65
e. Kr.), Eleónóru Kristínu (1621-1698), dóttur Kristjáns IV Dana-
konungs, Ulrikku Eleónóru (1656-1693), dóttur Friðriks III, sem
varð eiginkona Karls XI Svíakonungs, og síðast en ekki síst Krist-
ínu (1626-1689) Svíadrottningu sem stefndi merkum mennta- og
lærdómsmönnum til hirðar sinnar í Stokkhólmi um miðbik aldar-
innar, enda var henni líkt við viskugyðjuna grísku í samtíma lof-
kvæði og nefnd Pallas hin sænska, Pallas SvecicaP Og sunnar í
11 Upplýsingar um ritið De institutione feminae christianae: Pabel 1999: 70-71.
12 Ég vil þakka Martin Regal fyrir að benda mér á athyglisverða bók, Three Trag-
edies by Renaissance Women (1998), ritstj. Diane Purkiss, þar sem fjallað er um
aðalskonurnar þrjár og verk þeirra.
13 Þýðing Birgitte Thott á verkum Seneca, Lucii Annœi Senecœ Skrifter, som om
Sxderne oc et skickeligt Lefnit handler, oc med Bestandighed i Medgang oc
Modgang det at fremdrage underviser. Nu paa voris danske Maal ofversat af
den sin Neste dermed at tiene Begierer Trolig, birtist á prenti í Sórey árið 1658.
Um lofkvæði til heiðurs Kristínu Svíadrottningu, sjá Kajanto 1994: 53 o. áfr.