Skírnir - 01.04.2001, Side 208
20 2
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
kristnitökunni sem réttarfarslegum atburði, trúarbragðaskiptum, sem er
ferlið allt þegar stór hópur (t. d. þjóð) skiptir um sið á löngum tíma og
trúskiptum sem er ferli eða upplifun einstaklinga.4 Eg er þó ekki sann-
færð um að Hjalti sé alltaf sjálfum sér samkvæmur í notkun hugtakanna
og þykir mér hann sérstaklega ofnota orðið trúarbragðaskipti. Nefna má
sem dæmi setningu eins og: „Fyrir trúarbragðaskipti var það óalgengt hér
á landi að hlaðin væri þró úr grjóti..." (I, 340). Hér hefði kristnitökuhug-
takið sennilega átt betur við.
Hjalti notar líkan fræðimannsins Fridtjov Birkeli að hluta sem fyrir-
mynd að greiningu sinni:
Hann leit svo á að þróunin hæfist með því að dreifð og tilviljunar-
kennd áhrif kristni hafi tekið að hafa áhrif á Norðurlöndum vegna
stöðugt vaxandi samskipta við hinn kristna heim. Því næst hafi skipu-
lagt kristniboð hafist og loks hafi trúarbragðaskiptin gengið að fullu
yfir með því að skipuleg kirkja hafi komist á þar sem engin hliðstæð
stofnun var fyrir. (I, 9)
Eitt mikilvægt framlag Birkelis er að gera ráð fyrir því að kirkjan hafi tek-
ið stöðu sem var ekki fyllt fyrir. Það vill oft gleymast að kirkjan var að
stærstum hluta ekki að seilast eftir völdum sem tilheyrðu annarri stofnun,
heldur að marka nýtt stjórnunarsvið. Þetta er mikilvægt, því sú litla hefð
sem til er um kirkjusögu á Norðurlöndum hefur oft undarlega gamaldags
viðhorf til kirkjunnar, sem einkennist af neikvæðri hugtakanotkun eins
og þeirri að kirkjan hafi „seilst eftir völdum“ og er aðgerðum ráðamanna
hennar gjarnan lýst með orðum eins og „ásælni" eða „græðgi“ og hugtök-
um sem vísa til mats á persónuleika þeirra sem eiga rætur sínar að rekja til
eldgamallar pólitískrar stöðu. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla, en
virðast þó enn teljast gild fræði. Má t.d. benda á tvær íslenskar doktors-
ritgerðir og nýlegt rit danskt.5 Löngu tímabært er að endurskoða skipu-
lega þessi viðhorf. Hjalti bætir svo þriðja atriðinu við greiningu Birkelis,
hinu lögformlega og er það vel, því án þess verður lítið úr ákvörðunum.
Hann tekur þó þá afstöðu að leggja minni áherslu á hinn réttarfarslega at-
burð en gjarnan var gert í eldri rannsóknum, en meiri á trúarbragðaskipt-
4 Þessi hugtök eru skyld greinarmuninum sem Loftur Guttormsson gerir á siða-
skiptum og siðbreytingu og Páll Björnsson nefnir í umfjöllun sinni um III. og
IV. bindi Kristni á Islandi í grein sinni hér á eftir.
5 Vilborg Auður Isleifsdóttir, Siðbreytingin d Islandi 1537-1565. Byltingin að
ofan (Reykjavík 1997), bls. 109, 113-114; almennar niðurstöður Ólínu Þorvarð-
ardóttur, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmœlum
(Reykjavík 2000); Ole Jörgen Benedictow, „Hedendom-kristendom-statsrett.
Utsyn over idéströmninger i norsk middelalderhistorie (1050-1536)“, Norsk tro
og tanke 1000-1800. I. bindi, ritstj. Jan-Erik Ebbestad Hansen (Osló 1998).