Skírnir - 01.04.2001, Side 243
SKÍRNIR
ER HÆGT AÐ RITA HLUTLÆGT ...
237
bókum, veitingu brauða, kirkjubyggingum og til almennrar lagasetning-
ar. I síðari hlutanum beinir hún hins vegar sjónum sínum að grasrótinni,
því að þar segir Þórunn frá hinu daglega kristnihaldi og uppeldi, kirkju-
ferðinni, skírninni, fermingunni og dauðanum; þannig veitir hún lesand-
anum innsýn í daglegt líf fólks. Megnið af bókarhluta Þórunnar er skýr
og skilmerkilegur, einkum bregður fyrir tilþrifum þar sem hún tekur
saman niðurstöður úr eigin rannsóknum. Á köflum verður textinn þó
torskilinn, sérstaklega þegar hún reynir að lýsa flóknum fyrirbærum í
fáum orðum. Dæmi má taka af lýsingu hennar á stöðu trúmála í Dan-
mörku á síðari hluta 19. aldar:
Fremur íhaldssamur skynsemisandi ríkti innan dönsku ríkiskirkjunn-
ar fram á miðja 19. öld. Engin upplýst leið fannst aftur til píetisma
horfinnar aldar, hvað þá beint aftur til rétttrúnaðar. Menn sættu sig þó
ekki við skynsemistrúna svo að fram kom trúvörn í Danmörku. Trú-
arvakningar snemma á öldinni höfðu á sér píetískt yfirbragð, allar
virtu þær hinn hefðbundna trúarbókstaf en fólu í sér frelsisást og
óbeit á ríkiskirkjunni í misjöfnum mæli. (IV, 24)
E.t.v. er tímaskortur skýringin á þessari óskýru framsetningu, en annað
dæmi úr textanum styður þá tilgátu: „Lítil saga er til um landnám nútíma-
legs trúarefa meðal menntaskólapilta hér uppi á Islandi. Sagan hefur tákn-
rænt gildi frekar en sannleiksgildi þar sem hún er úr endurminningum“
(IV, 41). Að endurminningar hafi ekki sannleiksgildi getur tæpast verið
skoðun Þórunnar! Bókarhluti hennar líður annars fyrir fjölmörg og oft
staglkennd innskot „sérfræðinganna“ um sálmabækur, húspostillur og
handbækur fyrir presta; þessir gestahöfundar fylla hvorki meira né minna
en þriðju hverja síðu.
Þórunn leggur talsvert mikla áherslu á andstöðuna hérlendis við trú-
frelsið, sem var tryggt í Danmörku 1849. Hún segir m.a. frá því hvernig
alþingismenn neituðu að taka bænaskrár um trúfrelsið á dagskrá á fleiri
en einu þingi. Hún gerir einnig góða grein fyrir þeim varúðarráðstöfun-
um sem menn höfðu í frammi gagnvart þeim fáu trúboðum sem hleypt
var inn í landið (IV, 54 o. áfr.). Til að sýna enn betur hversu rótgrónir for-
dómar manna voru í trúarlegum efnum hefði mátt drepa á þau andgyð-
inglegu viðhorf sem hljómuðu í þingsölum árið 1849.30
Þórunn dregur skýrt fram sérstöðu íslenskrar kristni sem birtist m.a.
í tíðum heimaskírnum og í þeim kröfum sem fermingarbarnið þurfti að
uppfylla. Um þetta síðara atriði segir hún að svo virðist sem góð hegðun
hafi verið lykillinn að „náðarmeðali altarisgöngunnar“ en ekki trúartil-
30 Sjá t.d. grein eftir Guðmund Hálfdanarson, „Defining the Modern Citizen:
Debates on Civil and Political Elements of Citizenship in Nineteenth-Century
Iceland", Jonrnal of Scandinavian History 24 (1999) 1, bls. 3-16.