Skírnir - 01.04.2001, Side 152
146
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
lendrar þjóðar. Eins og hjá Jóni var endurreisn þjóðarandans of-
arlega í huga McGills og segja má að hann hafi talið sjálfstæðis-
baráttu göfugt verkefni því að hún stuðlaði að slíkri endurreisn.
Sjálfstæðisbarátta væri ekki aðeins sjálfsögð réttlætiskrafa, studd
rökum og reynslu sögunnar, heldur jafnframt forsenda þess að
Irar (eða Islendingar) gætu lifað í samræmi við sitt innsta eðli og
þar með náð raunverulegum þroska. Ollu skipti að hafa eigin ör-
lög í sínum höndum, sjálfsforræði væri forsenda framfara.18
McGill fjallaði öðrum þræði um þessi mál á menningarlegum
forsendum. Hann byggði málflutning sinn þó fyrst og fremst á
stjórnspekilegum rökum og samanburðurinn á sjálfstæðisbaráttu
Islendinga og Ira var reistur á þeirri trú hans að stjórn Dana og
Breta hefði í raun verið lögleysa, vegna þess að brögðum var beitt
til að ná sjálfstæðinu af smáþjóðunum tveimur. Til vitnis um þetta
hafði McGill andspyrnu Ira þá um stundir og tregðu þeirra til að
viðurkenna umdæmisrétt breska þingsins yfir Irlandi. Hann byggði
mál sitt á þeirri röksemd að Bretar gætu ekki „gefið“ Irum heima-
stjórn, eða hvers konar stjórnarfyrirkomulag annað, því að Irar
hefðu „rétt“ á þeim stjórnarháttum sem þeir sjálfir kysu. Þeim
bæru þessi réttindi ekki síst í ljósi þess að yfirráð Breta á Irlandi
grundvölluðust á ýmsum lögum og reglum sem þeir hefðu sett í
óþökk íra. Yfirráð Breta yfir írlandi ættu sér þar af leiðandi enga
stoð í lögum og fyrir vikið væri það óumdeilanlegur réttur Ira að
berjast fyrir sjálfstæði.19
McGill hélt því fram að hið sama ætti við um Island. Islend-
ingar hefðu fyrrum farið með stjórn í eigin málum en glatað sjálf-
stæði sínu af einhverjum „annarlegum“ orsökum eða af völdum
„pólitískra kænskubragða".20 Eftir margar myrkar aldir settu Is-
lendingar fram sjálfstæðiskröfur og svo einbeittir voru þeir að
sigur hlaut að nást á endanum. Skipti þar ekki minnstu máli að
18 Hér styðst ég við umfjöllun Guðmundar Hálfdanarsonar um Jón Sigurðsson
forseta; sjá grein hans „Þjóðhetjan Jón Sigurðsson", Andvari XXXIX, 122. árg.
(1997), bls. 45. Hins vegar settu kenningar sem þessar hvarvetna svip sinn á
þróun þjóðernishyggjunnar, sbr. t.d. formála þeirra Johns Hutchinson og An-
thonys D. Smith í textasafninu Nationalism (Oxford 1994), bls. 4.
19 Alexander McGill, The Independence of Iceland, bls. 8—9 og 13.
20 Alexander McGill, „Iceland and Ireland", Liherty, apríl 1921, bls. 51.