Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 136
130
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
þjóða-sambandið er hún [Freyja] þekkt sem fyrsta, og að þessum tíma
EINA kvennréttindablaðið í Canada, og ísl. beggja megin „línunnar"
eignuð hún. (141)
Þó að Freyja helgaði sig einkum kvenréttindum var hún ekki
eingöngu kvenréttindablað, heldur einnig bókmenntatímarit. Þar
er að finna æviágrip höfunda á borð við Leo Tolstoj (VI:5 [1903]),
Henrik Ibsen (VI:5 [1903]-VI:6 [1904]) og George Eliot (VII:5
[1905]), auk æviágripa minna þekktra en athyglisverðra höfunda
eins og Guðmundar A. Dalmanns (VI: 1 [1901]), Gunnsteins Eyj-
ólfssonar (IV:11 [1901]) og Torfhildar Þorsteinsdóttur Hólm
(VIII:5 [1905]). I samræmi við stefnu blaðsins birtust þar einnig
framhaldssögur eins og t.d. Dora Thorne eftir Berthu M. Clay (1:1
[1898]—11:12 [1900]), Ferðasaga ungfrú Jesse Ackermann til Is-
lands sem gefin var út í The Pioneer Express (1:1 [1898]—1:11
[1898]), Doctor Marigold eftir Charles Dickens (III: 1 [1900]
-111:4-5 [1900]), Karmel njósnari eftir Cylvanus Cobb (111:6
[1900]-V:1 [1902]), Eiður Helenar Harlow eftir Lois Waisbrooker
(V:l [1902]-VI:1 [1904]), Heimili Hildu eftir Rosa Graul (VII:4
[1904]-VIII:12 [1906]), í biskupskerrunni eftir Miriam Michelson
(IX: 1 [1906]-X:2 [1907]) og Róma eftir Hall Caine (X:3
[1907]-XI:12 [1910]). Freyja Printing and Publishing Co. gaf út
þýðingar Margrjetar á sumum þessara verka (Dora Thorne, Kar-
mel njósnari, Heimili Hildu og I biskupskerrunni) og virðast þær
hafa fallið mörgum Vestur-íslendingum vel í geð. I Freyju birtust
ennfremur smásögur eftir útlenda höfunda eins og Rudyard
Kipling („Kötturinn sem fer einförum" VI:5 [1903]), Leo Tolstoj
(„Assarkhadon Assyríu konungur" VII:5 [1904]), Björnstjerne
Björnsson („Ein lífsgáta“ VIII:5 [1905]), Grace McGowan Cook
(„Einurðarlausi ekkillinn" IX:11 [1907]-IX:12 [1907]) og Vingie
E. Roe („Verndarengill mannkynsins“ XI:5 [1908]), ennfremur
sögur eftir vestur-íslenska höfunda á borð við Jóhann Magnús
Bjarnason (IV:12 [1902], VII:5 [1904], X:5 [1907], XII:5 [1909]) og
Guðmund A. Dalmann. Fyrsta saga Jóhanns Magnúsar, „Eiríkur
Hansson, X. Kapituli," hafði þegar birst árið 1899 í skáldsögunni
Eiríkur Hansson, en hinar þrjár virðast vera frumbirtingar („Sag-
an af rósinni í Ríó“ var síðan birt í Brazilíuförunum [1905] og