Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 158
152
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
aði tvímælalaust mikil tímamót í réttarsögulegu tilliti. „Það er
eðlilegt að áhugamenn um réttarsögu og stjórnspeki kynni sér
þennan samning og hann gæti veitt þeim nýja sýn er nú takast það
verk á hendur að semja um framtíð sambands Irlands og Bret-
lands,“ sagði höfundur greinarinnar.38
Við skulum bíða um stund með að velta fyrir okkur hver þessi
ónafngreindi fréttaritari The Times var. Nú var það svo að Snæ-
björn Jónsson, bóksali í Reykjavík, var ágætur vinur Alexanders
McGill og helsti tengiliður hans við ísland.39 Snæbjörn fylgdist
ætíð grannt með breskri þjóðmálaumræðu og hinn 7. október
skrifaði hann grein í Vísi, þar sem hann gerði umfjöllun The Times
að umtalsefni. Sagði hann alveg ljóst af hvaða rótum hún væri
runnin. „A næstu blaðsíðu í Times eru ritstjórnargreinarnar og er
aðalgreinin, löng grein og skynsamleg, um samninga Breta og
Ira,“ sagði Snæbjörn. „Sú grein er rituð í þeim anda sem varð svo
heilladrjúgur í samningum Dana og íslendinga fyrir þrem árum,
og það eru úrslit þeirra samninga sem nú draga athygli hygginna
Breta og íra að íslandi."40
Sannarlega vöktu skrif The Times athygli, því að 10. september
höfðu tvö dagblöð tekið upp samlíkinguna á milli sambandslaga-
samningsins 1918 og viðræðna íra og Breta. Hið fyrra var írska
dagblaðið The Irish Times og gekk umfjöllun þess, að sögn Snæ-
bjarnar, að því leytinu framar en umfjöllun The Times „... að hún
bendir á, að samband íslands og Danmerkur gæti orðið írum og
Bretum til fyrirmyndar, enda þótt staðhættir krefjist þess, að
ýmsu yrði komið fyrir á annan hátt.“ Síðara blaðið sem fjallaði um
38 „The Link of the Crown. Iceland’s Status“, The Times 9. september 1921.
39 Davíð Logi Sigurðsson, „Samferða í sókn til sjálfstæðis", bls. 130-31. Nú hef-
ur komið á daginn að á handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns er
að finna safn bréfa sem Snæbjörn lét eftir sig og er þar m.a. að finna bréf frá Al-
exander McGill. Bréfin staðfesta nánast undantekningarlaust þær ályktanir sem
dregnar eru í Andvaragrein minni. Kynni tókust með þeim félögum þegar
McGill ritaði Snæbirni í byrjun árs 1921 og lýsti áhuga sínum á íslenskum mál-
efnum. Alls skrifaði McGill Snæbirni 51 bréf á árunum 1921-25 og góður vin-
skapur tókst með þeim. Eftir það fækkar bréfunum og eftir 1938 falla bréfa-
sendingarnar alveg niður að undanteknu einu bréfi frá árinu 1966 sem ritað er
í einstaklega hlýjum tóni.
40 „Island í breskum blöðum og írskum“, Vísir 7. október 1921.