Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 260
254
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKÍRNIR
Tryggvi vitnar í vísuorð Tómasar Guðmundssonar í Hótel Jörð um að
dauðinn krefjist þess sem lífið lánaði, „í líku hlutfalli og Metúsalem og
Pétur" (585. bls.). Hann getur þess ekki að þeir Metúsalem Jóhannsson og
Pétur Jakobsson voru kunnir okurkarlar í Reykjavík á fyrri hluta aldar-
innar.
Skýringar og fróðleik vantar líka víða í tilvitnanir úr íslenskri sögu og
bókmenntum. Tryggvi vitnar svo í fræg orð Brands biskups Sæmundar-
sonar um Sturlu Þórðarson í Hvammi (131. bls.), að meir sé hann grun-
aður „um gæsku“. Er sá ritháttur að sönnu (með nokkrum rökstuðningi)
í Sturlunguútgáfu Máls og menningar. En eðlilegt hefði verið að gera
grein fyrir því að oft hefur verið vitnað svo í þessi orð að Sturla hafi ver-
ið grunaður „um græsku“. Tryggvi vitnar í vísuorð Gríms Thomsens
(133. bls.): „Enginn skyldi skáldin styggja, / skæð er þeirra hefnd“ en
sleppir skemmtilegri og alkunnri viðbót Leifs Haraldssonar: „Að því
skaltu ávallt hyggja, / úthlutunarnefnd". Tryggvi minnir (151. bls.) á fleyg
orð Geirs Hallgrímssonar í forsætisráðherratíð hans, að hann liti málið
mjög alvarlegum augum, en lætur þess ógetið að málið var deila Islend-
inga og Breta vegna útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómíl-
ur. Tryggvi vitnar í þau orð Bryndísar Schram (153. bls.) að þjóðin skuld-
aði henni en hún ekki þjóðinni, en greinir ekki annan birtingarstað en
Morgunblaðið í desember 1994. Þetta er ónákvæmt. Bréf Bryndísar birt-
ist þar í blaði 24. desember 1994.
Tryggvi segir söguna af því þegar ónefndur frambjóðandi sagði við
aðstoðarmann sinn: „Skrifaðu flugvöll" þegar kjósandi hafði sagt að flug-
völl vantaði í pláss sitt (447. bls.). En frambjóðandinn var Adolf Björns-
son fyrir Alþýðuflokkinn, og hann bauð sig ekki fram á Vestfjörðum, eins
og Tryggvi segir, heldur í Dalasýslu í þingkosningunum 1949, og aðstoð-
armaður hans var Jón Magnússon. Tryggvi segir þau deili á orðunum
„Ljónið öskrar“ að þau séu heiti þriðja og síðasta bindis ævisögu Jónasar
Jónssonar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson, sem kom út 1993 (327.
bls.). En hann lætur þess ógetið að þetta er tilvitnun í fræga afmælisgrein
um Jónas eftir Sverri Kristjánsson, en orðin má líka rekja til hinnar helgu
bókar, hins fyrra almenna bréfs Péturs, og til Draums á Jónsmessunótt eft-
ir Vilhjálm Shakespeare. Tryggvi segir frá tilsvari Sveins Ólafssonar í Firði
(330. bls.): „Lygi er lygi, þótt hún sé ljósmynduð“ en segir ekki frá tilefn-
inu, svo að það verður óskiljanlegt. Þetta var ekki sagt 1923, eins og
Tryggvi telur (en ef til vill er það prentvilla), heldur 1933. Árni Pálsson
var þá í framboði í Suður-Múlasýslu og hélt því fram í ræðu að Tryggvi
Þórhallsson hefði gefið skriflegt fyrirheit um það að ríkisvaldið yrði ekki
misnotað eftir hið óvænta þingrof 1931. Sveinn kallaði fram í að þetta
væri lygi. Árni dró þá upp ljósmynd af skjalinu með fyrirheiti Tryggva,
og þá sagði Sveinn þessi eftirminnilegu orð.