Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 242
236
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
sagan situr í fyrirrúmi hjá Pétri. Hafa verður í huga að bæði höfðu
skemmri tíma en aðrir höfundar til að ljúka sínum verkhlutum og gæti
það verið skýringin á því að frágangi textans er ábótavant. Eitt hið fyrsta
sem vekur mann til umhugsunar eru aðal- og undirtitlar þessa bindis. Að-
altitillinn, Til móts við nútímann, er heldur óskýr, vegna þess að ekki er
ljóst hvenær þessi nútími hefst; Þórunn segir oftsinnis að „nútímasamfé-
lagið“ hafi orðið til í kringum aldamótin 1900 (sjá t.d. IV, 194-95). Und-
irtitill Þórunnar, „Old frelsis, lýðvalds og jafnaðar", fær mann til að velta
fyrir sér hvort frelsi, lýðvald og jöfnuður hafi í rauninni verið ríkjandi á
19. öld. Kannski ættum við frekar að tala um „Öld ófrelsis, fámennisvalds
og ójafnaðar"? Það væri í meira samræmi við texta Þórunnar, enda fetar
hún í fótspor þeirra íslensku sagnfræðinga sem bent hafa á áhugaleysi hér-
lendra (þing)manna á 19. öld á því að losa um höft og hömlur.28 Hún seg-
ir: „Fulltrúar þjóðarinnar skildu baráttuna fyrir stjórnréttindum og vildu
rétta við hag hins forna samfélags frekar en að innleiða almennar frelsis-
hugmyndir aldarinnar sem þegar höfðu náð fram að ganga í öðrum hlut-
um danska ríkisins" (IV, 15). Lýðvald var einnig takmarkað á ofanverðri
19. öld þótt vissulega hafi aukin völd komist í hendur fleiri karlmanna en
tíðkaðist á einveldistímanum; að vísa til valds lýðsins er því vart réttlæt-
anlegt. Með þessum titli vill Þórunn þó líklega minna okkur á að hafi ein-
hverjir verið byrjaðir að berjast fyrir þessum hugsjónum á 19. öld, eins og
hún segir sjálf, hafi aðildin að hinu kristna samfélagi formlega orðið frjáls
og fólk hætt að líta svo á að valdið kæmi frá guði.
Þá kemur á óvart að höfundar fjórða bindis hafi ekki gert sér meiri
mat úr þeirri heimildamergð sem 19. öldin, en einkum þó 20. öldin, hef-
ur látið eftir sig um daglegt líf manna. Það kemur á óvart að þau hafa ekki
farið að dæmi Lofts og gert lýðfræðilega rannsókn á stöðu presta og ætt-
artengslum.29 Nú á dögum mikilla framfara í ættfræðirannsóknum hefði
þetta átt að vera mögulegt. Bæði Pétur og Þórunn segja frá þátttöku presta
í félags- og stjórnmálum, en hvorugt gerir tölfræðilega úttekt á þessum
málum, s.s. þátttöku presta í stjórnmálaflokkum. Næsta auðvelt hefði átt
að vera að komast að því hve margir prestar gegndu þingmennsku eða
sátu í sveitarstjórnum.
Þórunn byggir sinn bókarhluta þannig upp að fyrri helmingurinn
fjallar fyrst og fremst um umgjörðina um hina einu kirkju, allt frá sálma-
28 Hér er einkum átt við Guðmund Hálfdanarson. Sjá t.d. doktorsritgerð hans,
„Old Provinces, Modern Nations: Political Responses to State Integration in
Late Nineteenth and Early Twentieth-Century Iceland and Brittany“ (Cornell-
háskóla 1992).
29 í doktorsritgerð Péturs ber nefnilega talsvert á slíkum tölfræðilegum greining-
um. Sjá Church and Social Change. A Study of the Secularization Process in
Iceland 1830-1930 (Vanersborg 1983).