Skírnir - 01.04.2001, Page 190
184
SIGURÐUR KRISTINSSON
SKÍRNIR
Islendinga. Þetta kemur skýrt fram í yfirlýsingu Sambandslaga-
nefndarinnar árið 1918:
íslenzka þjóðin hefur ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu
tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900-1000 árum, svo lítið breytta,
að hver íslenzkur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar
bókmenntafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annarra Norður-
landaþjóða. Með tungunni hefur sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sér-
stök menning varðveitzt ... Þessi atriði, sérstök tunga og sérstök menning,
teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálfstæðis.11
I ljósi þess hve miklu hlutverki tungan gegndi í rökunum sem beitt
var til að knýja fram og réttlæta sjálfstæði íslendinga þarf engan að
undra þann sess sem málrækt og þá ekki síður málvernd hefur
skipað alla tíð síðan. Hugmyndin er sú að hin þjóðernislega sér-
staða sem sjálfstæðistilkall íslendinga byggist á sé nátengd sér-
stöðu tungunnar og að sérstaða tungunnar felist ekki síst í því hve
lítið hún hefur breyst. Ut frá þessari hugmynd er rökrétt að álykta
að málfarsbreytingar og erlendar slettur grafi smám saman undan
sjálfstæði þjóðarinnar. Til að viðhalda sjálfstæðinu verði að við-
halda þjóðerninu, til að viðhalda þjóðerninu verði að rækta tung-
una og til að hægt sé að rækta tunguna verði að vernda hana fyrir
erlendum áhrifum. Þetta eru sjálfstæðisrökin fyrir íslenskri mál-
vernd. Þau gefa sér reyndar að málrækt fái ekki staðist án mál-
verndar, en jafnvel þótt þeirri forsendu væri sleppt mætti halda
fram sjálfstæðisrökum fyrir málrækt, að breyttu breytanda.
Sjálfstæðisrökin fyrir málrækt og málvernd hafa sætt áleitinni
gagnrýni á undanförnum árum. Draga má í efa að íslendingar
hættu að vera þjóð þótt tungan breyttist eða tapaðist. Auðvelt er
að benda á Ira sem dæmi um þjóð sem lifði það af að upprunalegt
tungumál hennar vék að langmestu leyti fyrir erlendu tungu-
máli.12 Jafnvel þótt íslendingar töpuðu íslenskunni alveg niður, og
þótt enska yrði tekin hér upp að verulegu leyti í staðinn, virðast
litlar líkur á að íslendingar hættu að vera þjóð.
11 Sjá Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan 1874-1944 (Reykjavík 1951),
bls. 330.
12 Sjá Davíð Loga Sigurðsson, „Er íslensk þjóðerniskennd frá Oz?“, bls. 207.