Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
KRISTNI Á MIÐÖLDUM
209
kirkjan gagnrýni fyrir að fara þar út fyrir valdsvið sitt með því að setja ei-
líft líf í annað sæti og margir voru mótfallnir því að bann félli án þriggja
aðvarana og dóms í málinu. I frægu lögskýringaverki Gratíanusar,
Decretium, sem er ritað skömmu eftir umrætt kirkjuþing, er þessu fyrir-
komulagi mótmælt.23 Vegna mikilla áhrifa Gratíanusar á lögspeki miðalda
hefur gagnrýni hans lent á milli skips og bryggju en tillögur hans túlkað-
ar sem skýringar á lögunum. Hefur það oft valdið fræðilegum ruglingi
sem skekkir niðurstöður. Formlegar tilkynningar um bann af sjálfu verk-
inu eru þá túlkaðar sem hótun, þótt viðkomandi sé raunar búinn að vera
í banni í nokkurn tíma þegar slíkt kemur til.24 Þessi ákvörðun átti þátt í
falli kirkjuveldisins löngu síðar, því um málið varð aldrei sátt. Á 16. öld lá
páfi enn undir ámæli fyrir að hafa farið yfir andlegu mörkin og tekið sér
veraldlegt (civil) vald. I augum Lúthers var þetta einn stærsti galli páfa-
valdsins.25
Þessara ákvæða kirkjulaganna gætti fyrst í íslenskri pólitík með mis-
heppnuðum staðakröfum Þorláks biskups 1179 og þau áttu að líkindum
þátt í deilum Sverris konungs við kirkjuna. Þannig má segja að tíðindi hafi
orðið á tímabilinu 1130-50 og þar á eftir, en engin sem snerta ísland á af-
gerandi hátt, eða breyttu neinu fyrr en löngu síðar. Því stendur enn eftir
að skiptingin í bækur er óþægilega í lausu lofti, en umskiptin sem urðu á
árunum 1262-75 voru á hinn bóginn mjög raunveruleg.
Gunnar F. Guðmundsson er augljóslega í erfiðri stöðu með annað
bindi verksins. Er það af ýmsum ástæðum. Ein er áðurnefnt gat í sagna-
ritun um íslenskar síðmiðaldir. Onnur er skipting bókanna, þar sem hann
hefur í raun undir tvö ólík tímabil. Síðustu hundrað ár hámiðalda og að-
dragandinn að hinum eiginlegu síðmiðöldum fellur undir hans bindi.
Mun eðlilegra hefði verið að Hjalti skrifaði þann kafla, en síðari helming-
ur 13. aldar hefði vel mátt skarast í bindunum tveimur. Sú aðferð sem not-
uð er til að skilja bækurnar hvora frá annarri, að klippa þar sem ekkert er
um að vera, er í hæsta máta undarleg vegna þess hve mikið óhagræði er af
henni.
Þetta breytir ekki því að Gunnar vinnur þrekvirki með því að skrifa
heilt bindi um minnst rannsakaða tíma sögunnar og hefur sáralitla hefð til
að byggja kirkjusöguna á. Honum er falið stærra verkefni en öðrum höf-
undum verksins. Hann hefur undir tvö stærstu breytingatímabil í kirkju-
23 Sjá um þetta Vodola, sama stað.
24 Sjá t.d. Magnús Stefánsson, „Frá goðakirkju til biskupskirkju“, bls. 177. Þar
eru jafnvel lögin sjálf talin til hótana. Sjá einnig A. Boudinhon, „Excommuni-
cation", The Catholic Encyclopedia. V. bindi (10.04.2000) http://www.new-
advent.org/cathen/05678a.htm. Þar eru skilgreiningar nákvæmari, en túlkun á
hótunum er hefðbundin, þótt forsendurnar séu ekki til staðar.
25 Martin Luther, Œuvres. VII. bindi (Genf 1962), bls. 253.