Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 218
212
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
valdhöfum. Staðamálin fyrri eru ágætt dæmi um það. í þeim þurfti bisk-
up þó að lúta í lægra haldi, enda hafði hann ekki lögin sín megin, eins og
Arni Þorláksson síðar.-10
KIRKJAN SEM STJÓRNVALD
Tengsl Islandssögu og Evrópusögu
Af ofangreindu er einnig ljóst að ritstjórnarspurning Hjalta um hvernig
kirkja móti þjóð og þjóð kirkju þjónar ekki sem uppistaða jafnviðamikils
verks og hér um ræðir. Það verður strax ljóst að íslenska þjóðin mótaði
ekki kirkjuna, þótt ef til vill sé hægt að benda á atriði sem voru sérstök á
hverjum stað; allar þjóðir unnu einhvern veginn úr kröfum kristni og
kirkju. Kristnina og kirkjuna verður að meta í alþjóðlegu samhengi. Öll
stefna kirkjunnar á Islandi mótaðist af hlutum sem komu annars staðar
frá. Þegar kirkjuréttinum, Corpus iuris canonici, var safnað saman árið
1247 olli það straumhvörfum í evrópskri sögu og hvorki Noregur né Is-
land voru þar undanskilin. Lítum á trúvillu til frekari skýringar. Varla er
hægt að segja að trúvilla hafi nokkru sinni verið stórmál hér á landi, nema
ef vera skyldi þegar konungur kynnti Ordinansíuna lúthersku á 16. öld-
inni. En trúvilla og óttinn við hana var hins vegar mjög mótandi fyrir þró-
un kirkjunnar og stofnanir sem tengdust henni. Áðurnefnd lög um þann
af sjálfu verkinu frá 1139 voru beinlínis aðferð kirkjunnar til að sigrast á
því fyrirbæri. Þessi lög tóku gildi á íslandi, eins og annars staðar, og voru
notuð mikið eftir að þau voru kynnt formlega árið 1280. Þar er líka fyrir-
skipað að bannsakir (af sjálfu verkinu) séu lesnar upp árlega í kirkjum
landsins, almenningi til uppfræðslu. Sennilega er það fyrsta lagaboð um al-
menna menntun hérlendis.31 íslenska fornbréfasafnið er fullt af málskjöl-
um sem hefðu aldrei orðið til nema fyrir þessi lög, allt fram á 16. öld.32
Stofnun rannsóknarréttarins er annað afgerandi atriði í sögu kirkj-
unnar. Biskuparannsóknarrétturinn, sem settur var til höfuðs Kaþörum í
Suður-Frakklandi, varð fyrirmynd að spænska rannsóknarréttinum, sem
30 Þess má geta að ýmsar deilur síðari tíma áttu einnig rætur sínar að rekja til þess
að valdsviðin tvö sköruðust óbeint. Kirkjan átti t.d. að sjá um erfðaskrár, en
veraldlegu lögin sögðu til um hvernig útdeila ætti arfi. Kirkjan dæmdi síðan um
hver væri skilgetinn og ætti rétt á arfi. Annað dæmi er að villutrú taldist glæp-
ur gagnvart konungi jafnt sem kirkju.
31 Dl II: 180.
32 Dæmi: Illugi Þorsteinsson 1357, Erlendur Bergþórsson 1389, Höskuldur Árna-
son 1491, Hrafn Brandsson 1481, Böðvar Finnsson 1483, Höskuldur Runólfs-
son 1500, Páll Vigfússon 1532, Jón Sigmundsson mörgum sinnum, m.a. 1508,
Sigmundur faðir hans mörgum sinnum, Björg Þorvaldsdóttir kona hans 1597,
Björn Guðnason 1515 og Jón Arason 1523.