Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 214
208
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SKÍRNIR
Hvenœr eru tímamót f
Gunnar F. Guðmundsson segir í öðru bindi: „I þessu bindi kristnisögu Is-
lands fer líklega meira fyrir kirkjunni sem stofnun en í öðrum bindum
verksins“ (II, 7). Gæfuríkara hefði verið að honum hefði verið gert kleift
að standa við þessi orð og gera raunverulega grein fyrir stofnuninni.
Hjalti kemst svo að orði í fyrsta bindi um skiptingu verksins í bækur:
A hitt er þó að benda að um 1150, um það leyti er þessu bindi lýkur,
má líta svo á að kirkja hafi verið komin á laggirnar í landinu. I því felst
að kirkjubyggingar voru risnar um land allt, prestum hafði fjölgað
mjög, föst skipan var tekin að myndast um starfssvæði þeirra, bisk-
upsdæmi höfðu verið stofnuð, viðamikil löggjöf hafði verið sett um
kirkjumál og tekið hafði verið saman rit um sögu byggðar í landinu
þar sem kristni og kirkja skipuðu veglegan sess. Menning landsmanna
var jafnframt mjög tekin að mótast af kristni. Af þeim sökum má telja
að um þetta leyti sé trúarbragðaskiptum í kirkjusögulegri merkingu
lokið. Enn sem komið var gat kirkjan þó ekki talist sjálfstæð eða fylli-
lega samhæfð stofnun. (I, 10)
Þarna er hugtakið trúarbragðaskipti notað til greiningar, en vafasamt er
hvort það dugi til að skýra skiptingu í tímabil, því viðmiðið sem Hjalti
notar er stofnanalegt, starfssvæði biskupsdæma, löggjöf og kirkjubygg-
ingar. Og hann bendir jafnframt á að kirkjan sé ekki fullmótuð stofnun á
þessum tíma. Hvað er það þá sem verið er að miða við? Ef hugað er að
því hvað einkenndi þann tíma sem Hjalti kýs að ljúka fyrsta bindi á, rekst
maður fyrst á það að í norrænni sögu eru þarna ákveðin skipti sem þó
hafa aldrei haft bein áhrif á íslandssöguna. Sigurður Jórsalafari lést 1130
og upp úr því urðu miklir atburðir í sögu Noregs. Þetta þykir eðlilegur
staður til tímabilaskipta í skandinavískri sögu. Hefur það áhrif á skipt-
ingu bókanna?
Kirkjusögulega má nefna merkt þing í Lateran 1139. Þar lögfesti
kirkjan meðal annars bann af sjálfu verkinu (excommunicatio ipso facto)
sem viðurlög við því að leggja heiftuga hönd á klerka og aðra starfsmenn
kirkjunnar, en fram að því hafði það aðeins gilt um biskupa.22 Þetta
ákvæði, privilegium canonis „Si quis suadente diabolo“, er einn helsti
grundvöllur klerka sem lögstéttar, og ein af aðalforsendum kirkjunnar til
að vernda sjálfstæði sitt. Þetta voru mikil tíðindi í kirkjusögu, því þarna
náðist áfangi sem varð stofnuninni mjög til framdráttar vegna þess að þá
hafði kirkjan öðlast tæki til að verja vopnlausa klerkana ásamt sjálfstæði
stofnunarinnar. Þessi ákvæði leiddu til sakfellingar án dóms fyrir gerðir
sem ógnuðu stofnuninni fremur en sálarheill geranda. Strax 1139 sætti
22 E. Vodola, Excommunication in the Middle Ages (Berkeley 1986), bls. 28.