Skírnir - 01.04.2001, Side 106
100
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
legra fræða. í Bibliotheca Historica Dano-Norvegica bendir hann eftir
fremsta megni á rit eftir Islendinga sem mikilvægi hafa fyrir þetta konungs-
ríki og telur þau upp að nokkru leyti. Þannig á hann einnig öðrum framar
lof skilið fyrir þá ástæðu að sem áhugamaður um norræn fræði [res Borea-
les] vanrækti hann ekki framlag Islendinga en sjálfur var hann af þýsku
þjóðerni. Þegar ég var um nokkurt skeið skrifari þessa manns, átaldi hann
mig oft og hvatti til þess að rita eitthvert verk þar sem ég gerði hinum lærða
heimi kunnugt hverja lærdómsmenn hin íslenska þjóð ætti helsta. Eftir
hlutarins eðli má meðhöndla efnið á ýmsan hátt, því hvort heldur sett væri
saman einhver skrá í stafrófsröð um slíka rithöfunda, eða rýnt í aldir þjóð-
arinnar sagnfræðilega, á þann hátt sem tímabil heimsins alls eru skoðuð
þegar rituð er veraldarsaga, eða þá skoðuð skipan vísindanna og einstökum
greinum gerð skil út af fyrir sig, mætti auðveldlega af því ráða, að nokkrir
menn hér á landi fóru ekki varhluta af bóklegum menntum. Svo ég nú
hlýddi áeggjan mannsins, lagðist ég í þessi fræði af nokkurri ástríðu og
skrifaði, eða öllu heldur rótaði upp þessu smælki samantíndu úr bók-
menntum Islendinga, þó víst ekki undir sama titli, heldur öðrum en þeim
sem nú er hafður yfir því, og með það í huga að sýna með þessu engum
nema Sibbernius [svo] af hvaða mönnum Island gæti státað, sem elskuðu
lærdóm [eruditio] og gátu sér eitthvert nafn fyrir hann. Ég skrifaði verkið
einkum til þess að gera honum til geðs og til þess að fullnægja löngun hans.
En þegar ég var kominn langt í burtu frá honum og aftur snúinn til föður-
landsins, frétti ég að einkabókasafn hans, sem samanstóð bæði af prentuð-
um bókum og handritum frá Norðurlöndum, hafði tvístrast ömurlega (eft-
ir að hann var látinn, eins og gefur að skilja) í stað þess að hafa fundið fasta
eigendur á opinberu uppboði. Við þau örlög er sjálft bókasafnið í skápun-
um selt burt í hendur forvitinna, svo það sem þar kann að leynast af fágæti,
sem ekki er svo almennt að hver sem er eigi það, og hver sem er þekki það,
er örugglega ekkert síður keypt með og geymt hjá ýmsum mönnum, sem
svo afla sér orðspors vegna þessa fágætis og lærdóms, orðspors sem örvar
aðra til þess að halda fullum fetum út á þessa sömu framabraut. Þá tók ég
að hugleiða með sjálfum mér hve auðveldlega það gæti gerst að þau rit sem
ég skildi eftir hjá Sibbern sáluga, varðandi sögu, fílológíu og bókmenntir Is-
lendinga, kæmust í hendur einhvers, sem eftir nokkur ár gæfi þau ekki að-
eins út á prenti undir eigin nafni (nokkuð sem annars myndi ekki særa mig
mikið eða móðga), heldur gölluð og afskræmd, og ef til vill með smávegis
skýringum eða einhverjum athugasemdum, ólánlega samantíndum úr rit-
um annarra (því ekki getur það öðruvísi orðið) og þættist þannig vera mik-
ill fjölfræðingur um norrænar bókmenntir, vel lesinn fræðimaður og svo
víð- og langlesinn að ekki einu sinni ISLAND færi fram hjá honum, sem
þó er fjarri hinum lærða heimi [Orbis Eruditus\ og af mörgum talið byggt
barbörum. Hvort heldur slíkur eigandi hinna norrænu handrita úr búi
Sibberns sáluga hefði ekki ennþá einsett sér þessa fyrirtekt og ráðagerð, eða