Skírnir - 01.04.2001, Page 261
SKÍRNIR
TILVITNANASAFN TRYGGVA GÍSLASONAR
255
V.
„Enginn er eyland“, svo að enn sé notuð fræg tilvitnun. Fróðlegt er að
rekja saman tengsl erlendra og innlendra tilvitnana, enda kviknar orð af
orði. Þannig verður íslenskt tilvitnanasafn í senn þjóðlegt og alþjóðlegt.
Tryggvi Gíslason gerir þetta stundum í bók sinni en sums staðar hljóta
lesendur að sakna slíks fróðleiks. Tryggvi vitnar (44. bls.) í fræga bæn á
latínu eftir ókunnan höfund, Ave verum corpus, en getur þess ekki að
Steingrímur Thorsteinsson sneri henni á íslensku. Tryggvi getur (77. bls.)
þeirra orða franska byltingarmannsins P. Vergniauds, að byltingin éti
börnin sín. Hann minnist hins vegar ekki á það í því samhengi að Halldór
Laxness notar þessi orð í Kristnihaldi undir Jökli. Tryggvi hefur (146. bls.)
eftir orð úr Sálmunum: „Ég er maðkur og eigi maður“ en getur ekki vísu-
orðs Matthíasar Jochumssonar um Hallgrím Pétursson: „Maðkur og ei
maður sýnist sá“, sem er vafalaust runnið þaðan. Tryggvi vitnar í hið
fræga kvæði Steins Steinars, Hamingjan og ég (152. bls.), en getur þess
ekki að það er mjög svipað og kvæði eftir Johannes V. Jensen. Tryggvi
segir (206. bls.) að rússneska skammstöfunin „gúlag“ hafi orðið fleyg þeg-
ar Alexander Solsénitsyn sendi frá sér bækur sínar um vinnubúðalíf á
dögum Stalíns. En einhverjum hefði þótt fróðlegt að skammstöfunin kom
þegar fyrir í íslensku í þýðingu á bók eftir Iwan Solonewitsch, Hlekkjuð
þjóð 1942. Tryggvi hefur eftir textann í þjóðsöng Norðmanna (287. bls.)
en getur þess ekki að Þorsteinn Gíslason sneri honum á íslensku.
Margvíslegan annan fróðleik vantar í tilvitnanasafn Tryggva, sem
hefði getað tengt saman útlendar og innlendar tilvitnanir. Tryggvi hefur
það eftir franska bragðarefnum og stjórnmálamanninum Talleyrand að
menn noti málið til að leyna hugsun sinni (345. bls.), og rekur nokkur
dæmi um sömu hugsun. En áreiðanlegar heimildir eru ekki til um að Tal-
leyrand hafi sagt þetta, þótt Voltaire hafi gert það. Og af einhverjum
ástæðum sleppir Tryggvi íslensku dæmi um þessa setningu, í Atómstöð-
inni eftir Halldór Laxness, 6. kafla (í máli feimna lögreglumannsins).
Tryggvi ncfnir orðasambandið „myrkur um miðjan dag“ (365. bls.) en
minnist ekki á það að bók eftir Arthur Koestler hefur komið út í íslenskri
þýðingu undir þessu nafni. Tryggvi getur orðanna „nytsamur sakleys-
ingi“ um auðtrúa vinstri menn (379. bls.) en minnist ekki á að þetta var
nafn bókar sem Guðmundur G. Hagalín þýddi eftir norska sameignar-
manninn Otto Larsen. Tryggvi vitnar í gamla, þýska stúdentasönginn
„Du alte Burschenherrlichkeit" (383. bls.), sem hann kallar þar að vísu
„O, alte Burschenherrlichkeit", en lætur þess þar ekki getið að tveir menn
hafa snúið honum á íslensku, þeir Ólafur Tryggvason læknir og Jón
Helgason prófessor. Hins vegar fer hann með hluta af þýðingu Jóns á 571.
bls. og fer þar rétt með titil söngsins. Tryggvi vitnar í ljóð Hóratíusar hins
rómverska, Odiprofanum vulgus (383. bls.), en lætur þess ógetið að Helgi
Hálfdanarson hefur þýtt það á íslensku. Tryggvi getur þeirra orða Hen-