Skírnir - 01.04.2001, Page 259
SKÍRNIR
TILVITNANASAFN TRYGGVA GÍSLASONAR
253
God Save the Queen? Tryggvi vitnar í sálm Valdimars Briems, „I dag er
glatt í döprum hjörtum“ (275. bls.), en getur þess ekki að hann er sung-
inn við lag eftir W. A. Mozart. Er raunar til af því skemmtileg saga. Sig-
urjón Pétursson í Álafossi var eitt sinn á sýningu á Töfraflautunni í Ham-
borgaróperunni. Þegar hann heyrði lagið, klappaði hann saman höndum
og kallaði: „Bravó, bravó, íslenskt lag!“
Margt er skemmtilegt og fróðlegt í tilvitnanasafni Tryggva Gíslasonar
um tilefni og baksvið ýmissa alkunnra íslenskra ljóða en sumt vantar þar
líka átakanlega. Þess er til dæmis ekki getið þegar vitnað er í Fróðárhirð-
ina eftir Einar Benediktsson (17. bls.) að skáldið orti ljóðið í gremju sinni
yfir tregðu íslenskra stjórnmálamanna til að liðsinna honum í virkjunar-
málum. Tryggvi vitnar (47. bls.) í alkunn vísuorð Steins Steinars í eins
konar eftirmælum um Kommúnistaflokk Islands, að á gröf hins látna
bliki bensíntunna frá British Petroleum Company. Hér hefði verið rétt að
taka fram að jafnaðarmaðurinn Héðinn Valdimarsson, sem kommúnistar
gengu til liðs við og stofnuðu með Sósíalistaflokkinn 1938, jafnframt því
sem þeir lögðu niður flokk sinn, var umboðsmaður British Petroleum á
Islandi. Þá má furðulegt telja að Tryggvi segir það eitt um orðasamband-
ið „dagshríðar spor“, að þau komi fyrir í kvæðinu Stiklastaðir eftir Þor-
stein frá Hamri (85. bls.), en ekki frá því fræga atviki þegar Þormóður
Kolbrúnarskáld mælti fram vísu í Stiklastaðarorrustu um „dagshríðar
spor“. Tryggvi vitnar í upphaf Bjarkamála: „Dagur er upp kominn, /
dynja hana fjaðrir" en minnist ekki á að Jón Sigurðsson valdi þau að ein-
kunnarorðum Hugvekju til Islendinga 1848. Tryggvi getur þess (163.
bls.) að orðin „Falls er von af fornu tré“ séu úr Kjalnesinga sögu og komi
líka fyrir í Málsháttakvæðinu. En hann lætur þess ógetið að Páll Vídalín
notar þau í kunnu kvæði.
Tryggvi gerir í löngu máli grein fyrir erlendum hliðstæðum við þá
setningu í Fjallinu Einbúa eftir Stephan G. Stephansson að „kalt hljóti
nepjan að næða hans tind“ (215. bls.). En hann getur ekki hinnar fleygu
vísu amtmannsins á Möðruvöllum, Bjarna Thorarensens, um vistina
„hefðar uppi á jökultindi“. Tryggvi vitnar í vísu eftir Steingrím Thor-
steinsson, „Með oflofi teygður á eyrum var hann ...“ (347. bls.), en minn-
ist ekki á það að hún var ort um Hannes Hafstein. Tryggvi vitnar í hin
frægu vísuorð Jakobs Jóhannessonar Smára, „Nú heyri’ eg minnar þjóð-
ar þúsund ár / sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu" (377. bls.), og fræð-
ir lesendur sína á því að þau séu í ljóðabók frá 1936. En rétt hefði verið
til, að afstýra misskilningi, að upplýsa að kvæðið sem þau eru tekin úr,
Þingvellir, var ort árið 1928. Tryggvi vitnar í orð Hóratíusar, Quodpetis,
hic est (410. bls.), en getur þess ekki að Steingrímur Thorsteinsson orti
kvæði undir þessu heiti. Tryggvi vitnar í fleyg orð úr Grettis sögu, að svo
skuli böl bæta að bíða annað meira (465. bls.), en minnist ekki á tilbrigði
Megasar við þetta stef: „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.“