Skírnir - 01.04.2001, Blaðsíða 153
SKÍRNIR
SAMBANDSLAGASAMNINGUR ...
147
þeir öðluðust verðuga leiðtoga og þá einkum Jón Sigurðsson for-
seta.21
Tvisvar hefðu Danir reynt að ráða málum til lykta á Islandi
með gerræðislegum og einhliða yfirlýsingum; þegar þeir neyddu
Islendinga til að skrifa undir einveldiseið í Kópavogi árið 1662 og
þegar þeir reyndu að þvinga íslendinga undir vilja sinn árið 1851.
Með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar létu Islendingar þó engan
bilbug á sér finna og neituðu að gangast við því að með Gamla
sáttmála 1262 hefðu þeir samþykkt innlimun landsins í norska (og
síðar danska) konungdæmið.22
Þessa nálgun McGills að efninu má kalla stjórnspeki- eða rétt-
arsögulega. Hún var engin tilviljun því að réttarsöguritun hafði
verið afskaplega mikilvægur þáttur í breskri sagnfræði á 19. öld og
sjálfur hafði McGill lesið heimspeki og réttarsögu við háskólann í
Glasgow.23 Réttarsöguleg nálgun hans minnti sömuleiðis á rök-
semdir írska blaðamannsins og frelsisforkólfsins Arthurs Griffith
í áhrifamiklu riti hans The Resurrection of Hungary: A Parallelfor
Ireland,24 Raunar er býsna augljóst að rit Griffiths var bein fyrir-
mynd að bæklingi McGiIls og er ég þá ekki aðeins að vísa til keim-
líkra bókartitlanna. McGill vísar í bæklingi sínum ítrekað í kenn-
ingar Griffiths um þann lærdóm sem írskir þjóðernissinnar gætu
dregið af sjálfstæðisbaráttu Ungverja á 19. öld. Hann gaf sér hins
vegar að nærtækara væri fyrir Ira að bera sig saman við Islendinga
heldur en Ungverja.25
21 McGill taldi reyndar Skúla Magnússon fyrsta forystumann sjálfstæðisbarátt-
unnar. Eins og Ragnheiður Kristjánsdóttir hefur bent á gerði McGill þar Skúla,
„... sem vafalaust var mikill föðurlandsvinur, að boðbera hugmynda sem voru
honum og íslenskum samtímamönnum hans síður en svo hugleiknar.“ Ragn-
heiður Kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu", Saga XXXIV (1996),
bls. 132.
22 Alexander McGill, „The Independence of Iceland", Liberty, júní 1921, bls. 85;
The Independence of Iceland, bls. 8-9 og 20-23.
23 Davíð Logi Sigurðsson, „Samferða í sókn til sjálfstæðis", bls. 130.
24 Griffith hafði fyrst sett hugmyndir sínar fram í nokkrum greinum í The United
Irishman árið 1904, þjóðernissinnuðu dagblaði sem hann ritstýrði. Griffith var
góður blaðamaður en þekking hans á ungverskri sagnfræði var takmörkuð. The
Resurrection of Hungary seldist engu að síður afar vel, sbr. Richard Davis,
Arthur Griffith (Dundalk 1976), bls. 9.
25 Alexander McGill, The Independence of Iceland, bls. 3.