Skírnir - 01.04.2001, Page 35
SKÍRNIR
... EINS MANNS SJÓFERÐASKRIF
29
illa guði að hann vildi mig ei forsorga" (352). En eins og svo oft
áður tekur Arni reynsluna fram yfir kenninguna, hann hefur séð
hvernig farið er með fólk sem ekki á í nein hús að venda.
Að skilja eftir sig spor
í ferðasögum þeirra Árna og Eiríks er maðurinn sjálfur söguefni í
raunverulegri nútíð sem er kortlögð vegna þess að hún er talin eiga
erindi við samtímann. Sá sem hefur fyrir því að segja frá sjálfum
sér veit að nútíðin er frábrugðin fortíðinni og hún verður ekki
endurtekin í framtíðinni. Hann verður meðvitaðri um mismun
fremur en líkindi, veit af hverfulleika heimsins og óvissu og telur
vissara að festa mynd sína í sessi svo að hún glatist ekki heldur
öðlist eilíft líf. í þessu tilliti er mikill munur á ferðasögunum
tveimur þótt báðar séu þær sjálfsævisögulegar að nokkru leyti. Ei-
ríkur kynnir sjálfan sig og fortíð sína í formála reisubókarinnar.
Hann lítur svo á að hann sjálfur og fortíð hans skeri sig úr og séu
markverð en það er tilefni skrifanna. Sjálfsvera hans tekur á sig
mynd og skilur eftir sig spor í samtímanum. Hann gerir grein fyrir
sérstöðu sinni á þessa leið: „Bið eg þá þess að gæta að þetta er ei
annað en eins manns sjóferðaskrif, sem ei kann með fullri vissu um
fleira að vitna en það sem fyrir hann sjálfan hefur borið“ (434,
nmgr.).
En Eiríkur er á varðbergi við skriftirnar. Hann skrifar ekki um
eigin bresti, mistök eða ístöðuleysi. Persónan Eiríkur, sem birtist í
reisubókinni, er ekki endilega maðurinn eins og hann var heldur
sá sem hann langar til að vera. Eiríkur er umlukinn helgisagnahefð
fortíðarinnar, guð er það sem allt snýst um. Sögu hans mætti skil-
greina sem málsvörn þar sem lífið og lögmál samfélags og siðferð-
is eru samhljóma; sagan birtir þann heilleika sjálfsins sem Eiríkur
trúir á. Árni skrifar hins vegar til þess að raða saman brotakenndu
lífi sínu, fá heildarmynd af fortíðinni og finna samhengi í sögu
sinni. Hann leitar friðar og sátta við sjálfan sig og umheiminn.
Árni er raunsær og reynir ekki að fegra fortíðina, helgisagnahefð
og píslarvætti eru víðs fjarri. Hann er einmana, hræddur, forvitinn,
kvensamur, drykkfelldur og með óhreint mjöl í pokahorni. Saga