Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 31
Í s l a n d , a n n o n ú l l TMM 2010 · 2 31 (8:152, 170) og það gerðu jafnframt þingmenn og ráðherrar (8:184), fjölmiðlar (8:211) og háskólasamfélagið (8:211). Af skýrslunni má einnig ráða að ábyrgðarleysið hafi nánast verið byggt inn í hugmyndafræði frjálshyggjunnar í kröfunni um afskiptaleysi, en í því hafi falist alvarleg blinda á takmarkanir markaðarins (8:195). Síðast en ekki síst beinist gagnrýnin að almenningi öllum, sem þarf að leggja „rækt við raunsæja, ábyrga og hófstillta sjálfsmynd […] sem byggist á þekkingu og skilningi á menningu okkar og samfélagi“ og þjálfa „gagnrýna hugsun og efla læsi [sitt …] á hvers kyns áróður og innistæðulausa ímyndarsmíð“ (8:195). Skýrsluhöfundarnir greina á milli þrenns konar ábyrgðar í aðdrag- anda bankahrunsins: a) Þeir telja að hægt sé að „draga einstakling til ábyrgðar fyrir tilteknar afleiðingar sem rekja má til athafna hans eða athafnaleysis“, en að þá sé megin skilyrðið að honum „hafi verið sjálfrátt og hann hafi mátt vita hverjar afleiðingar athafnir hans eða athafnaleysi mundu hafa“ (8:228). Skýrsluhöfundar leggja jafnfram áherslu á að þótt „andvaraleysi og meðvirkni þorra almennings hafi átt sinn þátt í að skapa skilyrði fyrir því að þjóðfélagið þróaðist á þann veg sem það gerði, má ljóst vera að óbreyttir borgarar þessa lands hafa ekki gerst sekir um athafnir eða athafnaleysi sem tengja má beinlínis falli bankanna“. b) Því næst ræða skýrsluhöfundarnir ábyrgð einstaklinga í ljósi stöðu þeirra og hlutverks, það „hversu vel eða illa viðkomandi hefur gegnt þeim skyldum sem fylgja stöðu hans eða hlutverki og hvort hann hefur staðið undir þeim væntingum sem réttmætt er að gera til hans í ljósi þeirra“ (8:228). Meginviðfangsefni skýrslunnar snerist um þessa hlutverkabundnu ábyrgð, hvort: „bankastjórnendur, regluverðir, endurskoðendur, eftirlitsaðilar, embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn hafi rækt eða vanrækt þær skyldur sem fylgja hlutverkum þeirra“ (8:228). Hér sem fyrr bera óbreyttir borgarar enga ábyrgð. c) Það er aðeins í skilningi hinnar félagslegu samábyrgðar sem hægt er að beina augum að samfélaginu öllu. Þá er leitast við að greina hvernig „einstaklingar og hópar hafa stuðlað að því að viðhalda hugsunarhætti, hegðunarmynstri og verðmætamati sem býr í haginn fyrir tiltekna starfsemi“ (8:228), t.d. þegar íbúar á Vesturlöndum kaupa vörur á lágu verði frá þriðja heiminum og njóta með því góðs af kerfisbundnu ranglæti. Félagslega samábyrgðin hefur verið rædd allt frá hruni. Í sjálfri skýrslunni kemur fram sú skoðun eins viðmælandans að samfélagið allt hafi einhvern veginn verið „á þessu sama flippi“ og að almenningur hafi verið farinn „að dansa með þessu rugli“ (8:227) og svo er vísað í eftirfarandi bloggfærslu: „Á meðan auðmennirnir hrærðu í og hirtu til sín nammiskálar íslensku þjóðarinnar klappaði ríkisstjórnin, stjórnkerfi hennar og mestöll þjóðin. Þar erum við meira og minna öll sek“ (8:227).28 Undir þessa sýn tekur Jón Ólafsson, heimspekingur, en hann telur að ríkt hafi „víðtæk sátt um góðærið og dásemdir þess“ og að „veruleiki“ góðærisáranna hafi ekki verið gagnrýndur „vegna þess að fólk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.