Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 10
A r n a l d u r I n d r i ð a s o n 10 TMM 2013 · 4 áttu að taka sér til fyrirmyndar. Ekki Kárahnjúkavirkjun og útlensk álfyrir- tæki. Ekki frystigeymslur austur í Kína. Ekki olíuauðlindir á Drekasvæðinu. Þegar við viljum hugsa til raunverulegra verðmæta sem eru alveg ósnortin af bóluáhrifum eða hagvexti eða gjaldeyrishöftum eða efnahagshruni og alþjóðabanka, þá er gott að hugsa til Konungsbókar. Það rann upp fyrir mér þegar ég leitaði að einhverju sem fól í sér sönn verðmæti andstætt froðuverðmætunum og skrifaði litla ævintýrasögu um íslenskan prófessor í Kaupmannahöfn á sjötta áratugnum sem misst hafði okkar dýrmætu Konungsbók úr höndum sér og reyndi að ná henni til baka. Þegar sagan kom út árið 2006 hafði bókaþjóðin á fáeinum árum stökkbreyst í bankaþjóð og sagan af prófessornum átti að vera einhvers konar andmæli gegn þeirri vissu sem þá ríkti, að peningar einir skiptu máli í lífinu. Áminn- ing um að við hefðum með einhverjum hætti glatað því sem meiru skipti, glatað uppruna okkar, glatað Konungsbók. Þá flugu auðmenn hér um loftin blá á einkaþotum svo varla sást til sólar. Litlar kammersveitir léku undir borðum hinna nýríku. Manngildið var metið í himinháum kúlueignum og óskiljanlegum kúlulánum. Og menn borðuðu gull suður undir dóm- kirkjunni fögru í Mílanó. Þá var gott að geta sótt í handritin og þannig getum við alltaf leitað í þann bókmenntalega fjársjóð sem þau geyma þegar á reynir og okkur vantar leiðsögn í gegnum þokuna. Sagnaarfur okkar, varðveittur í handritunum, minnir sífellt á sig og verður okkur að söguefni þegar við þurfum á því að halda að staldra við og draga andann og sjá hvert við stefnum. Hann getur aldrei verið dauður bókstafurinn. Hann er með einhverjum hætti í öllu því sem við gerum og fylgir okkur hvert sem við förum. Hann er í kvæðum okkar bestu skálda. Hann er í myndverkum listmálaranna. Við sjáum þennan arf í litríkum tónlistaruppfærslum Bjarkar. Hlustum á hann syngja með Of Monsters and Men bak við Vífilsstaðaspítalann. Hann er með Bubba á Þorláksmessutónleikunum. Einar Kárason hefur gert úr honum nýjar Sturlungasögur. Stærsti draumurinn er alltaf að kvikmynda Njálu og ef við viljum gera okkur í hugarlund hvað þau góðu skáld sem skrifuðu handritin væru að fást við í dag, jafnvel hvernig þau töluðu og sungu, þurfum við ekki annað en að horfa á eftir Megasi ganga upp eftir Bankastrætinu. Það er einstakt, svo vitnað sé í Gísla Sigurðsson sérfræðing hjá Árna- stofnun, að eiga svo gamla texta sem draga upp jafn breiða og heildstæða mynd og íslenskar fornbókmenntir gera af löngu horfinni menningu. Menn- ingu sem hann bendir á að teygi rætur sínar langt aftur fyrir kristni og þann bóklærdóm sem þróaðist við Miðjarðarhaf og breiddist þaðan út um Evrópu og allar aðrar álfur heimsbyggðarinnar. Og það er einstakt, segir Gísli enn fremur, að tungumálið sem textarnir eru skrifaðir á skuli vera svo líkt tungutaki þess nútímafólks sem byggir Ísland að enn sé hægt að lesa þessa fornu texta án þess að leggja á sig sérstakt nám í útdauðu máli. Það eru ekki margir rithöfundar sem geta gengið í annan eins rit-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.