Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 13
TMM 2013 · 4 13
Auður Ava Ólafsdóttir
Dvergar og stríð
Um lítil og stór viðfangsefni í skáldskap, hávaxnar og smávaxnar
sögupersónur, rithöfunda sem tilheyra annars vegar dvergþjóð og hins
vegar stórþjóð og hugmyndir um eyjar og meginlönd bókmenntanna.
Erindi flutt í Norræna húsinu, 14. september s.l. á fæðingardegi Sigurðar Nordal.
Góðir gestir
Fyrir fáeinum misserum sátu tvær skáldkonur í tveggja manna pall-
borði úti í Kaupmannahöfn – hin prísum hlaðna, danska Helle Helle og
undirrituð – og ræddu lunkna merkingu skáldsagna sinna, (ég nýþýddan
Afleggjara sem tilnefndur hafði verið til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs skömmu áður). Það er rétt að segja söguna eins og hún er, að pakk-
aður salurinn var að mestum hluta aðdáendur hinnar innfæddu skáldkonu.
Eftir að inntak bóka okkar hafði dýpkað samfellt í heila klukkustund kom að
því að danski útvarpsmaðurinn sem stýrði panelnum drægi meginþræðina
saman og varpaði fram lokaspurningunni:
Ja, tak skal I have … Nu har vi set … at der ikke sker så meget i jeres bøger
… der er altså ikke så mange som dør … (héðan þýði ég spyrilinn jafnóðum
á íslensku). Þess í stað skrifið þið dömur 300 síður um hversdagsleikann,
fólk að elda eða elska, þennan smálega tittlingaskít, dagleg samskipti fólks,
um ástina og einmanaleikann, ja eiginlega um ekki neitt? Hvað með heims-
styrjaldir, fangabúðir og hryðjuverk? Vantar ekki stóra samhengið? Hvorfor
det ? Olafsdottir vil du være så venlig at svare på spørgsmålet …
Olafsdottir svarar: Ja, sko mennesker dør alveg i mine bøger. Og dyr. For
eksempel får. (Þarna þurfti ég hjálp frá túlki, hvernig segir maður aftur
kindur á dönsku?) Það er frekar mikið ekið á dýr. Ég get alveg fundið hérna
einhverja staðfestingu á því … uh … ég les með leyfi:
Þegar ég bremsa rennur sauðkindin fram af húddinu niður á veginn, niður í
forina. Framrúðan springur út, eins og fínofinn, heklaður blúndudúkur, eins og
köngurlóarvefur, eins og þráður spunninn af konu. Flísast síðan niður. Þurrkurnar
ganga áfram en kirkjan, sem þó var aðeins límd niður með föndurlími, haggast ekki
á miðju mælaborðinu.
Það er þá, akkúrat á því augnabliki, sem hvarflar fyrst að mér að ég sé kona í miðju