Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 25
D v e r g a r o g s t r í ð
TMM 2013 · 4 25
innsetningu Finns Arnar Arnarsonar, http://www.listasafnreykjavikur.is/Hafnarhus/syningar/
aukasidur/finnur.shtml
4 Tomb for Joseph Beuys var unnið áður en sonur hans, Vito, fæddist árið 1986, sbr. Julian
Schnabel: „Tomb is a life raft for my son Vito who had not yet been born“. Luca Marenzi í Julian
Schnabel, Sculptures, 1982 – 1998. Edition Galerie Bruno Bischofberger. 2001. Bls. 13–14.
5 Viðtal í sjónvarpsþætti um Sögu kvikmyndalistarinnar.
6 Eftir erindið fékk ég nokkra tölvupósta þar sem mér var bent á að höfundur færi ekki með rétt
mál þegar hann hélt því fram að maðurinn væri eina dýrið sem gréti. Því til sannindamerkis
fylgdi vefslóð fréttar sem sagði frá fílsunga í dýragarði sem fílsmóðirin hafði hafnað og gott
betur; gert tilraun til að trampa á. Eftir að búið var að stía mæðginunum (eða mæðgunum –
ekki kom fram hvers kyns „baby elephant“ væri) í sundur, var fílsunginn óhuggandi og grét
tárum í tíu daga. http://now.msn.com/baby-elephant-in-china-rejected-by-mom-wept-incon-
solably
Ég geri því tilraun til að smíða nýja kenningu um mannseðlið sem er svohljóðandi: maðurinn
er eina dýrið sem hlær.
7 Hér er um að ræða vísun í Pétur Gunnarsson rithöfund sem lagðist í það þrekvirki að þýða
Marcel Proust. Orðrétt segir Pétur: „Menn sáu ekki tilganginn í að prenta rit þar sem „sögu-
hetjan“ lýsir því á mörgum síðum þegar hún byltir sér í rúminu og viðbúið að tæki tugi ef ekki
hundruð blaðsíðna að fara á fætur – í hvaða bindi yrði slíkur maður kominn að verki?“
Pétur Gunnarsson, „Kringum Proust“, í Marcel Proust, Í leit að glötuðum tíma: Leiðin til
Swann I. Bjartur, Reykjavík 1997. Bls. 11.
8 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brüssel í sumar.
9 Auður Ava Ólafsdóttir. „Skáldið er alltaf útlendingur í eigin tungumáli. Tilvistarlegar sam-
ræður norður við golgrænt íshaf“. Grein í Riti til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Tungumál
ljúka upp heimum. Orð handa Vigdísi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. 2010.
10 Þar sem minnið er staðsett á sama stað og ímyndunaraflið í heilanum, þá segir maður kannski
stundum (á útlensku) „af því að við snúumst öll um sama öxulinn“ (sem hljómar betur á
útlensku en íslensku). Og blandar þannig óvart saman Einari Má Guðmundssyni og Galileo.
11 Sjá til dæmis erindi Þorsteins Gylfasonar heimspekings, „Vesenið við Babelsturninn“ sem flutt
var á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í HÍ, 1. október,
2001. Þar fjallar hann um m.a. orðin skárri og skástur.