Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 40
A l i c e M u n r o 40 TMM 2013 · 4 „Nei.“ „Ertu hrædd?“ Hún ákvað að líta á þetta sem alvarlega spurningu en ekki ögrun. „Ég veit það ekki. Líklega er ég meira undrandi en hrædd. Ég veit það ekki.“ „Sko eitt … eitt þarftu ekki að óttast. Ég er ekki að fara að nauðga þér.“ „Ég átti nú ekki von á því.“ „Maður getur aldrei verið of viss.“ Hann saup teið og gretti sig. „Þó að þú sért gömul kona. Það eru alls konar týpur þarna úti – sem taka hvað sem er. Þú veist, börn eða hunda eða ketti eða gamlar konur. Gamla karla. Þeir eru ekki vandlátir. En ég er það. Ég hef sko ekki áhuga á því að gera það nema á eðlilegan hátt með góðri konu sem mér líkar vel við og sem líkar vel við mig. Svo hafðu ekki áhyggjur af því.“ Nita sagði: „Takk fyrir að láta mig vita það.“ Hann yppti öxlum en virtist ánægður með sjálfan sig. „Er þetta bíllinn þinn þarna úti?“ „Bíll mannsins míns.“ „Mannsins þíns. Hvar er hann?“ „Hann er dáinn. Ég ek ekki. Ég ætlaði að selja hann en hef ekki komið því í verk.“ Hvílíkur kjáni var hún að segja honum þetta. „2004 módelið?“ „Ég held það. Já.“ „Eitt augnablik hélt ég að þú ætlaðir að reyna að plata mig eitthvað með eiginmanninum. En það hefði aldrei virkað. Ég get alltaf skynjað ef kona er ein. Ég veit það um leið og ég geng inn í húsið. Um leið og hún opnar dyrnar. Bara eðlisávísun. Svo hann er gangfær? Veistu hvenær hann keyrði hann síðast?“ „Sautjánda júní. Daginn sem hann dó.“ „Er eitthvað bensín á honum?“ „Ég myndi ætla það.“ „Væri næs ef hann hefði fyllt á hann rétt áður. Ertu með lyklana?“ „Ekki á mér. Ég veit hvar þeir eru.“ „Ókei.“ Hann rykkti aftur stólnum og rak hann í eitt diskabrotið á gólfinu. Hann stóð upp, hristi höfuðið undrandi og settist aftur. „Úff, ég er alveg búinn á því. Verð að sitja smástund. Ég hélt að mér liði betur ef ég fengi að borða. Þetta með sykursýkina, ég var bara að búa það til.“ Hún færði til stólinn sinn og hann stökk á fætur. „Vertu kjurr! Ég er ekki svo búinn á því að ég geti ekki gripið í þig. Það er bara að ég var að labba í alla nótt.“ „Ég ætlaði bara að sækja lyklana.“ „Þú bíður þar til ég segi til. Ég gekk eftir járnbrautarteinunum. Sá aldrei neina lest. Ég gekk alla leiðina hingað og sá aldrei lest.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.