Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 42
A l i c e M u n r o 42 TMM 2013 · 4 Þannig að sko ég var ekki mjög æstur í að vera mikið heima, skilurðu. Ég fór burtu og lifði mínu lífi. Ég sagði ókei, ég læt ekki bjóða mér þetta kjaftæði. Ég lifði mínu lífi. Fékk mér vinnu. Ég fékk næstum því alltaf vinnu. Ekki hékk ég blindfullur á rassgatinu á styrk frá félagsþjónustunni eins og margir. Ég meina á afturendanum, ókei? Aldrei bað ég pabba um krónu. Ég bar tjöru á skúrþök í 30 stiga hita og skúraði gólfin í einhverjum subbulegum veitingahúsum og ataði mig út í smurolíu á einhverjum drusluverkstæðum. Ég gerði það sem þurfti. En ég var ekki alltaf tilbúinn að láta bjóða mér eitt- hvað helvítis kjaftæði og þess vegna entist ég ekki lengi á sama staðnum. Þú veist, þetta kjaftæði sem fólk er alltaf að bjóða fólki eins og mér upp á, ég bara meikaði það ekki. Ég kem frá almennilegu heimili. Pabbi vann þar til hann var orðinn of veikur til að vinna – hann vann hjá strætó. Ég var ekki alinn upp til að taka við svona kjaftæði. Eða nei – nei annars, gleymdu því. Foreldrar mínir sögðu alltaf: Þetta er þitt hús. Húsið er borgað upp og í góðu standi og það er þitt. Þetta sögðu þau við mig. Við vitum að þú áttir erfitt þegar þú varst ungur og ef þú hefðir ekki átt svona erfitt þá hefðirðu getað náð þér í einhverja menntun og þess vegna viljum við bæta þér þetta upp eins og við getum. En síðan, ekki löngu seinna, þá er ég að tala við pabba í síma og þá segir hann: Þú skilur auðvitað samninginn, er það ekki? spurði hann. Samningurinn er bara í gildi ef þú skrifar undir pappíra um að þú munir sjá um systur þína eins lengi og hún lifir. Þetta getur eingöngu verið þitt heimili ef það er hennar heimili líka, sagði hann. Jesús minn. Ég hafði ekki heyrt það áður. Aldrei. Aldrei hafði mér verið sagt að þetta væri díllinn. Ég hélt að samningurinn væri að þegar þau dæju færi hún á heimili. Og þá er ég ekki að tala um mitt heimili. Svo ég segi gamla manninum að þannig hafi ég ekki skilið þetta og hann segir að allt sé frágengið og tilbúið til undirritunar og ég þurfi ekki að skrifa undir þetta frekar en ég vilji. Ef þú skrifar undir mun Rennie frænka þín fylgjast með því að þú standir við samkomulagið eftir að við erum farin. Einmitt: Rennie frænka mín. Hún er yngri systir mömmu og algjör topp- eðal-tík. En semsagt hann segir: Rennie frænka þín fylgist með þér og skyndilega breyti ég alveg um tón. Ég segi: Jæja, ef það á að vera þannig þá er það líklega bara sanngjarnt. Ókei, ókei. Er allt í lagi að ég komi til ykkar í mat á sunnudaginn? Auðvitað, segir hann. Það gleður mig að þú sjáir þetta í réttu ljósi. Þú ert alltaf svo fljótur að rjúka upp, segir hann. Á þínum aldri áttu að geta hagað þér skynsamlega. Fyndið að þú skulir segja það, segi ég þá við sjálfan mig. Svo ég fór til þeirra og mamma var búin að elda kjúkling. Góð lykt í hús- inu þegar ég kom inn. Svo fann ég lyktina af Madelaine, gömlu ömurlegu lyktina hennar. Ég veit ekki hvað það er en jafnvel þó að mamma þvoi henni á hverjum degi fer lyktin ekkert. En ég var voða vingjarnlegur. Ég sagði: þetta kallar á myndatöku. Ég sagði þeim að ég væri kominn með nýja frábæra myndavél sem skilaði myndunum af sér undir eins og þau gætu séð myndina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.