Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 44
A l i c e M u n r o 44 TMM 2013 · 4 neitt á þessari stundu. Sú staðreynd að hún yrði dáin innan árs jafnaði ekki út þá staðreynd að hún gæti dáið núna. Hann sagði: „Heyrðu, þetta er eðalstöff. Ekki skrúftappi. Áttu tappatogara?“ Hún færði sig að skúffunni en hann stökk til og ýtti henni til hliðar, þó ekki harkalega. „Öh, ég skal ná í hann. Haltu þig frá þessari skúffu. Vá, fullt af fínu dóti hérna.“ Hann tók hnífana úr skúffunni og lagði á stólsetuna hjá sér, þar sem hún gat ekki náð til þeirra. Hann opnaði flöskuna með tappatogaranum og hún komst ekki hjá því að sjá hvers konar andstyggðartól hann gæti verið í höndum hans, en það var ekki minnsti möguleiki á því að hún gæti nokkurn tíma beitt honum. „Ég ætla að ná í glös“, sagði hún en hann sagði nei. „Engin glös“, sagði hann. „Áttu plastmál?“ „Nei.“ „Bolla þá. Ég get séð þig.“ Hún lagði tvo bolla á borðið og sagði: „Bara pínulítið handa mér.“ „Og líka handa mér“, sagði hann faglega. „Ég er á bíl.“ En svo fyllti hann bollann upp að brún. „Ég vil ekki að einhver lögga reki inn hausinn til að sjá framan í mig.“ „Sindurefni“, sagði hún. „Hvað áttu við með því?“ „Það er eitthvað í sambandi við rauðvín. Það annaðhvort eyðir þeim, sindurefnunum, af því þau eru slæm, eða byggir þau upp af því þau eru góð – ég man það ekki.“ Hún fékk sér sopa af víninu og varð ekki illt af því eins og hún hélt. Hann drakk standandi. Hún sagði: „Gættu þín á hnífunum þegar þú sest.“ „Ekki byrja á neinu djóki við mig hérna.“ Hann safnaði saman hnífunum, setti þá aftur í skúffuna og settist. „Heldurðu að ég sé heimskur? Heldurðu að ég sé stressaður?“ Núna tók hún stóra áhættu. Hún sagði: „Ég held að þú hafir aldrei gert neitt svona áður.“ „Auðvitað hef ég það ekki. Heldurðu að ég sé morðingi? Ókei já, ég drap þau en ég er ekki morðingi.“ „Það er tvennt ólíkt,“ sagði hún. „Það geturðu hengt þig upp á.“ „Ég veit hvernig þetta er. Ég veit hvernig það er að losa sig við einhvern sem hefur skaðað mann.“ „Nú?“ „Ég hef gert það sama og þú gerðir.“ „Það hefurðu aldrei gert.“ Hann rykkti aftur stólnum en stóð ekki á fætur. „Þú ræður hvort þú trúir mér“, sagði hún. „En ég gerði það.“ „Þú gerðir það sko ekki neitt. Hvernig gerðirðu það?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.