Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 46
A l i c e M u n r o 46 TMM 2013 · 4 bökur og tvo kaffibolla. Mér hefði verið hugsað til hennar einnar þarna á meðan aðrir væru farnir í frí, og til sjálfrar mín á meðan maðurinn minn væri í Minneapolis. Hún var ljúf og þakklát. Sagði að sér dauðleiddist á skrifstofunni og kaffistofan væri lokuð svo hún yrði að fara út í vísindabygg- inguna og þar væri örugglega sett saltsýra í kaffið. Hahaha. Þannig að við héldum okkur dálítið samsæti.“ „Ég þoli ekki rabbarbbara“, sagði hann. „Þetta hefði ekki virkað á mig.“ „En það virkaði á hana. Ég varð að taka áhættuna á því að það virkaði hratt, áður en hún gerði sér grein fyrir því að eitthvað væri að og léti dæla upp úr maganum á sér. En ekki svo hratt að hún myndi tengja það við mig. Ég varð að koma mér burtu og það gerði ég. Byggingin var mannlaus og eftir því sem ég veit best sá mig enginn koma eða fara. Auðvitað vissi ég um leiðirnar út bakatil.“ „Þú heldur að þú sért klár. Að þú hafir sloppið með skrekkinn.“ „En það gerðir þú líka.“ „Það sem ég gerði var ekki svona útsmogið eins og hjá þér.“ „Það var nauðsynlegt fyrir þig.“ „Það er sko eitt sem víst er.“ „Og það sem ég gerði var nauðsynlegt fyrir mig. Ég hélt hjónabandinu mínu. Hann áttaði sig á því að hún hefði ekki verið góð fyrir hann eftir allt saman. Hún hefði örugglega orðið veik og orðið honum byrði. Hún var sú manngerð. Hún hefði bara orðið honum byrði og hann sá það.“ „Það er eins gott að þú hafir ekki sett neitt í eggin áðan“, sagði hann. „Ef þú gerðir það muntu sjá eftir því.“ „Auðvitað gerði ég það ekki. Það er ekki eins og maður stundi þetta. Í rauninni veit ég ekki neitt um eitur. Það vildi bara svo vel til að ég hafði þessar tilteknu upplýsingar.“ Hann stóð upp svo snögglega að stóllinn féll um koll. Hún tók eftir því að það var lítið vín eftir í flöskunni. „Ég þarf bíllyklana.“ Hugur hennar lokaðist eitt augnablik. „Lyklarnir að bílnum. Hvar settirðu þá?“ Það gat gerst. Um leið og hún afhenti honum lyklana gæti það gerst. Myndi það hjálpa að segja honum að hún væri að deyja úr krabbameini? Nei, fárán- legt. Það myndi ekki hjálpa neitt. Þótt hún gæti dáið í nálægri framtíð gæti hún sagt frá honum í dag.“ „Enginn veit það sem ég sagði þér“, sagði hún. „Þú ert eina manneskjan sem ég hef sagt þetta.“ Þetta hjálpaði – eða hitt þó heldur. Þetta tangarhald á sér sem hún hafði gefið honum hafði örugglega farið fyrir ofan garð og neðan. „Enginn veit þetta ennþá“, sagði hann og hún hugsaði: Guði sé lof. Hann er á réttri braut. Hann áttar sig á því. Áttar hann sig á því? Guð sé lof, kannski.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.