Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 47
E i t u r TMM 2013 · 4 47 „Lyklarnir eru í bláa tekatlinum.“ „Hvar? Hvaða andskotans bláa tekatli?“ „Við endann á bekknum. Lokið brotnaði svo við notum hann til að geyma alls konar dót í…“ „Þegiðu! Grjóthaltu kjafti eða ég þagga niður í þér fyrir fullt og allt!“ Hann reyndi að troða hendi inn í bláa teketilinn en hún komst ekki inn. „Djöfulsins helvítis helvíti!“ öskraði hann, sneri tekatlinum á alla kanta og barði honum í eldhúsbekkinn svo ekki bara bíllyklarnir hrundu niður í gólfið heldur líka alls konar smámynt og vöndull af inneignarseðlum frá Canadian Tire ásamt bláum flísabrotum úr katlinum. „Þessir á rauða bandinu“, sagði hún veiklulega. Hann rótaði í öllu í gólfinu með fótunum uns hann fann réttu lyklana og tók þá upp. „Hvað ætlarðu svo að segja um bílinn?“ spurði hann. „Að þú seldir hann ókunnugum manni. Er það ekki?“ Það tók hana dálitla stund að átta sig á þýðingu þessara orða. Þegar hún gerði það skulfu veggirnir fyrir augum hennar. Hún ætlaði að segja: „Þakka þér fyrir“ en hún var svo þurr í munninum að hún var ekki viss um að neitt hljóð hefði komið út úr henni. Þetta hlaut þó að hafa skilað sér því hann sagði: „Ekki þakka mér neitt strax. Ég er með gott minni. Man vel og lengi. Og láttu ókunnuga bíleigandann ekki vera líkan mér. Þú vilt ekki að þeir fari upp í kirkjugarð til að grafa upp lík þar og kryfja það. Mundu bara að á móti hverju orði sem kemur frá þér kemur orð frá mér.“ Hún drúpti höfði. Hreyfði sig hvorki né sagði neitt, horfði bara á óreiðuna á gólfinu. Farinn. Dyrnar lokuðust. Hún stóð áfram hreyfingarlaus. Vildi læsa dyr- unum en hún gat ekki hreyft sig. Heyrði bílvélina ræsast, svo drapst aftur á henni. Hvað nú? Hann var svo uppstökkur að hann gerði allt vitlaust. Svo ræsti hann aftur og sneri bílnum við. Dekkin á mölinni. Hún gekk skjálfhent að símanum og uppgötvaði að hann hafði sagt satt: Síminn var dauður. Við hliðina á símanum var einn af mörgum bókaskápunum þeirra. Í þessum voru aðallega gamlar bækur, bækur sem hún hafði ekki litið í árum saman. Þarna var The Proud Tower. Albert Speer. Bækurnar hans Rich. Óður til þekktra ávaxta- og grænmetistegunda. Girnilegir réttir sem hitta í hjartastað og ferskt góðmeti sem kemur á óvart. Bett Underhill safnaði saman, prófaði og matreiddi. Eftir að Rich var búinn gera eldhúsið klárt hafði Nita gert þau mistök um hríð að reyna að elda eins og Bett. Hún hætti því fljótlega því það kom á daginn að Rich vildi ekki láta minna sig á allt matarstússið og sjálf var hún ekki nógu þolinmóð fyrir allt þetta niðursax og lághitasuðu. En hún hafði lært nokkur atriði sem komu henni á óvart. Til dæmis eituráhrif nokkurra kunnuglegra og almennt góðkynja plantna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.