Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 48
A l i c e M u n r o 48 TMM 2013 · 4 Hún ætti að skrifa bréf til Bett. Kæra Bett. Rich er dáinn og ég bjargaði lífi mínu með því að breytast í þig. En auðvitað var Bett sama þó að hún hefði bjargað lífi sínu. Það var aðeins ein manneskja sem eitthvað var varið í að segja frá þessu. Það var Rich. Rich. Núna vissi hún hvað það var að sakna hans. Eins og allt súrefni hefði verið sogið úr andrúmsloftinu. Hún ætti að ganga niður í þorpið. Það var lögreglustöð bak við ráðhúsið. Hún ætti að fá sér farsíma. Hún var svo eftir sig, svo innilega máttfarin og þreytt að hún gat varla hreyft fæturna. Fyrst af öllu þurfti hún að hvíla sig. Hún var vakin með banki á enn ólæstar dyrnar. Það var lögreglumaður, ekki þessi úr þorpinu heldur annar, úr umferðarlögreglunni í dreifbýlinu. Hann spurði hana hvort hún vissi hvar bíllinn hennar væri. Hún horfði á dökkan blettinn á mölinni þar sem hann hafði staðið. „Hann er horfinn“, sagði hún. „Hann var þarna.“ „Vissir þú ekki að honum hefði verið stolið? Hvenær leistu síðast út og sást hann?“ „Það hlýtur að hafa verið í gærkvöld.“ „Voru lyklarnir í honum?“ „Það hlýtur að vera.“ „Mér ber að tilkynna þér að það hefur orðið hörmulegt slys. Einn bíll átti í hlut – hérna megin við Wallenstein. Ökumaðurinn velti honum niður í stokkræsið og rústaði honum. Og ekki nóg með það. Hann er eftirlýstur fyrir þrjú morð. Eða það er það síðasta sem við fréttum. Morð í Mitchellston. Þú er heppin að hafa ekki rekist á hann.“ „Er hann slasaður?“ „Hann dó. Dó samstundis. Hann átti ekki betra skilið.“ Hann vandaði lítið eitt um við hana. Að skilja eftir lykla í bílnum. Kona sem býr ein. Á þessum tímum veit maður aldrei. Maður veit aldrei.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.