Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 70
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 70 TMM 2013 · 4 og kjarnorkuvopnum. Hann minntist á atómsprengjur í hvert skipti sem við hittumst, held ég. Þú þekktir hann semsagt? Já, ekki mikið en ég hjálpaði systkinunum með dánarbú móður þeirra fyrir nokkrum árum síðan. Þú gerir þér grein fyrir því, sagði Æsa, þegar þau voru komin í strætó og á heimleið, að þetta verður eins og að búa með manninum? Já … svaraði Dáni og þagði um stund. Hundrað og fimmtíu fermetrar á hundrað þúsund kall er samt fáránlega vel sloppið. Við þurfum að gera svo margt. Ég get til dæmis ekki búið í kúkabrúnni stofu og þegar við verðum búin að fylla öll herbergi af draslinu hans verða varla nema áttatíu fermetrar eftir. Og sástu baðherbergið? Ef það er ekki ein- hver viðbjóðs astma-sveppur undir þessu plastveggfóðri veit ég ekki hvað … Hvað? Tókstu eftir því að hann minntist aldrei á það hversu lengi við fáum að vera þarna. Að minnsta kosti sex ár, Æsa, hugsaðu þér, við sleppum við leigumarkaðinn í sex ár. Kallinn vill bara losna við að hugsa um íbúð- ina. Sérðu ekki hvað þetta er gott tækifæri? Þar að auki langar mig í þessa vinnustofu. Það er fullt af bókum þarna sem ég get notað. Það tók þau viku að þrífa íbúðina og koma henni í stand. Þegar Æsa minntist á það við Hinrik að hana langaði til þess að mála kom á hann sársaukagretta sem hún túlkaði samstundis sem neitun. Hvað ef hann kemur aftur? spurði hún Dána. Hvað ef Hinrik veit einhvern veginn að maðurinn er ekkert dáinn og að hann gæti birst hvenær sem er. Þess vegna vill hann ekki að við málum og þess vegna má engu henda … Líkurnar á því að maður sem hefur verið horfinn í heilt ár skili sér eru mjög, mjög litlar, Æsa. Í alvörunni. En ef hann var svona sérstakur, þessi maður, getur þá ekki verið að hann hafi bara farið í heimsreisu og gleymt að láta vita af sér? Þau fluttu inn um mánaðamótin. Svefnherbergið var stútfullt af minja- gripum og drasli. Í borðstofunni var svefnsófi sem þau tóku út á hverju kvöldi og notuðu sem rúm. Fötin þeirra héngu á slám sem lokuðu gættinni yfir í hina stofuna. Þau áttu svo lítið af húsgögnum eftir að hafa þvælst á milli framleiguíbúða í nokkur ár að þau gerðu sér húsgögn mannsins að góðu. Brúna bútasaums-leðursófasettið stóð þarna ennþá, túbusjónvarp og palísander sófaborð með brunafari eftir sígarettu. Allt var samt tandur- hreint. Æsa hafði skrúbbað hvern millimetra með undraefninu Leysigeisla og henni leið á meðan eins og hún væri að fjarlægja himnu af þornuðu slími af heimilinu. Hún brenndi reykelsi og hengdi upp teikningarnar hans Dána, klingdi bjöllum og skvetti vatni í öll horn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.