Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 71
H u n d r a ð o g f i m m t í u f e r m e t r a r TMM 2013 · 4 71 Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu, muldraði hún. Dáni vaknaði yfirleitt um hádegisbil, hellti upp á kaffi og settist inn á nýju vinnustofuna sína, sem hafði á hann hrollvekjandi aðdráttarafl. Hann fór í gegnum persónulega pappíra horfna mannsins, las í bókunum hans og fór í gegnum skjölin í tölvunni. Hann skoðaði hvert smáatriði vandlega og með hverjum degi sem leið fékk hann heildstæðari mynd í höfuðið. Í fyrstu var hann viss um að maðurinn hefði verið haldinn einhvers konar ofsóknarbrjálæði eða ranghugmyndum. Hann fann dagbækur þar sem allar færslurnar fjölluðu um njósnir Bandaríkjahers á Íslandi en þegar hann var búinn að lesa þær í gegn var það sem sat eftir í honum rökviss, kaldur tónn sem minnti engan veginn á mann í geðrofum. Stundum fór hann á kaffihús eða á barinn með vinum sínum en honum fannst best að sitja heima í vinnustofunni, drekka bjór og lesa eða skissa mögulegar útfærslur á viðfangsefni sínu: kalda stríðinu í höfði horfna mannsins. Hann tók stöku bækur og skar út úr þeim setningar sem hann límdi á pappír. Hann reif síður úr dagbókum mannsins og notaði sem grunn og bjó til klippiverk sem líkti eftir útblásnu smáatriði á einni af ljós- myndunum af honum sem barni. Æsa kom heim seint á kvöldin, yfirleitt of drukkin til þess að vera samræðuhæf og fór aftur út áður en Dáni vaknaði. Sem betur fór þurfti hún ekki að vera heima allan daginn eins og Dáni. Reyndar gerðist það æ oftar að hún fékk sér bita í bænum með vinkonum sínum og kíkti á barinn. Svo kom hún heim með síðasta strætó eða gekk ef hún missti af honum. Á virkum dögum þurfti hún að vakna snemma til þess að fara í vinnuna og aðra hvora helgi vann hún á hjúkrunarheimili. Stað- reyndin var sú að henni leið ömurlega í nýju leiguíbúðinni. Henni fannst eins og þau byggju þarna þrjú: Hún, ósýnilegi kaldastríðs-kverúlantinn og Dáni sem talaði ekki um neitt annað en kalda stríðið. Það sem hún hafði áður upplifað sem róttækt – jafnvel anarkískt – við- horf til lífsins var farið að hljóma meira eins og eitthvað upp úr bók. Lærðar ræður sem byggðu allar á svarthvítri hugsun sem skipaði fólki í tvo flokka: illmenni og góðmenni. Þessar ræður hljómuðu kunnuglega og minntu hana á rifrildin í fjölskylduboðum æsku hennar. Afi hennar var vanur að skipa sér á bekk með góðmennum og ásaka viðskiptafræðinginn föður hennar um að vera sjálfhverfur arðræningi. Allir voru sjálfhverfir og þá kannski sérstaklega Æsa, sem afinn áleit vera haldna þeirri ranghugmynd að hún gæti fengið allt fyrir ekkert. Þegar hann var ungur maður og barðist með verkalýðsfylkingunni fyrir bættum kjörum alþýðunnar hafði hann ekki órað fyrir að árangurinn lýsti sér í húðlötum ungmennum sem steyptu efnahag landsins á hvolf með því að komast á van- skilaskrá fyrir þrítugt og úða svo í sig gullflögum til að fagna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.