Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 73
H u n d r a ð o g f i m m t í u f e r m e t r a r TMM 2013 · 4 73 og fékk hvítvínsbelju. Hann eyddi eftirmiðdeginum í að þrífa íbúðina og elda. Þegar Æsa kom heim var hann búinn að kveikja á kertum og ýsan lá pönnusteikt á eldhúsborðinu, hvítvínið var komið í karöflu og Æsa brosti vandræðaleg í gættinni. En fínt sagði hún. Í hvaða peysu ertu? Dána hafði orðið kalt og hann hafði klætt sig í peysu sem legið hafði á stólbaki á vinnustofunni. Mynstruð vélar- prjónspeysa með götóttum olnbogum. Er þetta peysa af kallinum? spurði hún og Dáni horfði niður eftir sér. Ja … svaraði hann og fann fyrir snarpri skömmustutilfinningu sem hann vissi ekki hvaðan kom. Ég tala ekki við þig í fötunum hans. Dáni klæddi sig úr peysunni og henti henni í ruslið. Ég get ekki talað við þig meðan ég veit af peysunni í ruslinu, sagði Æsa og Dáni fór út með ruslið. Þegar hann kom aftur inn sat Æsa við eldhúsborðið, ennþá í kápunni og hafði ekki snert við matnum. Ég get ekki búið hérna, sagði hún og tók sér gaffalinn í hönd, potaði í fiskinn og sagðist missa matarlystina bara við að koma inn á heimilið. Kalda stríðið er búið, hélt hún áfram, ég meina, ég gæti alveg eins flutt inn til afa eins og að búa með þér. Kalda stríðinu er kannski lokið, sagði Dáni, en það eru samt heilu kyn- slóðirnar sem sjá heiminn ennþá í ljósi þess og það eru einmitt þessar kynslóðir sem sitja við völd. Baby-boomerarnir eru aldir upp í kalda stríðinu, kynslóðin sem mótaði þann veruleika sem við búum við. Til þess að skilja samtímann verðum við að skilja hvernig þau hugsa. Það er eitthvað mjög mikilvægt þarna sem okkar kynslóð skilur ekki, gildin týndust á leiðinni til okkar. Baby boomeragildi? spurði Æsa. Ertu að tala um fólkið sem fékk allt upp í hendurnar, rústaði plánetunni, drap á eftir sér velferðarkerfi eftir að hafa vaxið upp úr því, og situr núna á öllum völdum, neitar að sleppa þeim, kallar okkur ábyrgðarlaus og er algerlega ófært um að hugsa um heiminn nema í svörtu eða hvítu … Hvað ertu að segja? Ég er að segja að það er ekki alveg rétt hjá þér, að kalda stríðið sé búið, og þar að auki; hvenær er stríði lokið? Þegar sá síðasti sem ber ör af völdum þess deyr? Hvað með ósýnilegu örin … Ég flyt út í kvöld, sagði Æsa og starði framan í Dána. Hann leit undan, fékk sér á diskinn, rétti úr bakinu og byrjaði að borða. Hún pakkaði bara því nauðsynlegasta. Dáni heyrði hana tala í símann við vinkonu sína og skömmu síðar heyrði hann að bíl var lagt á gangstéttina utan við húsið. Hann var búinn af disknum, hellti sér í glas og kallaði á hana. Hvað? sagði hún úr gættinni og hann sá ekki betur en hún hefði grátið svolítið. Þú mátt búast við regni eyðileggingar af himnum, eins og aldrei hefur sést áður á þessari jörðu, sagði Dáni lágt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.