Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 81
Þ v o t t a h ú s i ð í B a r s e l ó n a TMM 2013 · 4 81 okkar verið í bænum og þá færðumst við aðeins í aukana, úttektum fjölgaði upp í tvær á dag. Ég lokaði augunum og fór að rifja upp í hvað þetta fór. Við höfðum farið út að borða öll kvöldin sem þau voru í borginni. Þau borguðu oftast drykk- ina á barnum á undan og svo splittuðum við reikningnum á matsölustöð- unum. Það hallaði aðeins á þau ef eitthvað var. Nú rifjaðist upp fyrir mér að við höfðum borgað allt of mikið í þjórfé á galesískum tapas-stað rétt hjá Ciutadella-garðinum. Hvernig í ósköpunum datt okkur í hug að borga sextíu evrur í þjórfé? Svo voru það plakötin í þynnkunni á bókamarkaði Sant Antóní á sunnudeginum. Solla alveg æst í að eignast einhver fáránleg plöstuð ljósrit svo við þurftum að fara aftur í hraðbanka til að ná í meira skotsilfur. Við hliðina á bankanum hafði ég fengið mér fyrsta kranabjór dagsins og asnaðist stuttu síðar til að kaupa stuttbuxur. Ég fékk dæmið ekki til að ganga upp. Geta bláröndóttar stuttbuxur kostað fjörutíu evrur? Daginn eftir róuðumst við aðeins í eyðslunni. Gott ef þriðjudagurinn var ekki með öllu laus við úttektir úr hraðbönkum. Um miðja vikuna fór þeim hinsvegar að fjölga hratt aftur. Föstudagurinn var algjör hörmung. Dagurinn hafði byrjað með fimm evru kaffibolla neðarlega á Römblunum og endaði á því að við buðum bláókunnugri konu út að borða fyrir misskilning. Ég hafði skroppið heim til að ná í sólgleraugun og þegar ég kom út aftur sat ljóshærð miðaldra kona með hrukkótta leður- kennda húð við hliðina á Sollu. Hún talaði ensku með glannalegum holl- enskum hreim. Þær voru komnar í hrókasamræður um stjörnumerkin og ágæti þess að læra spænsku með því að lesa myndatexta í HOLA! svo þegar hún elti okkur inn á veitingastaðinn handan götunnar hélt ég náttúrlega að þær Solla væru búnar að ákveða að borða saman. Sem sýndi sig seinna að var misskilningur. Solla snappaði þegar ég borgaði fyrir allt borðið. – Af hverju varstu að bjóða þessari fuglahræðu með? hvæsti hún þegar við horfðum á eftir kerlingargreyinu skakklappast inn dimma hliðargötu, sveiflandi fátæklegu silfurlitu veski utan í veggina. – Ég hélt að … – Hélstu hvað? Ertu hálfviti, Stefán? Og þá fuðraði ég upp. Öskraði framan í einhvern blómasala sem var búinn að abbast upp á okkur allt kvöldið. Solla fór eina ferðina enn að tala um að ég hefði enga stjórn á skapinu og hvað þessi blómasali hefði nú gert okkur og að ég yrði að fara á reiðistjórnunarnámskeiðið sem hún hafði fundið á netinu rétt áður en við fengum tölvupóstinn um íbúðina. Og þá varð ég auðvitað ennþá reiðari. Eiginlega alveg foxillur. Svona liðu nokkrar vikur í viðbót. Það var mánudagur um mitt sumar. Hitinn alveg að drepa mig. Ég sat á klósettinu og reyndi að ná lágmarks valdi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.