Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 88
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 88 TMM 2013 · 4 – Kannski það, sagði ég. – Nei, sagði hann þá. Það er alveg öruggt, hann verður alltaf með okkur. The Truman Show Þegar ég kom fyrst til Norður-Kóreu var Leiðtoginn kæri, Kim Jong-il, við völd. Nú hefur hann einnig lokið sinni lífsferð og þá hefur tekið við Arftakinn mikli, Kim Jong-un, sem þegar hefur verið skipaður fyrsti ritari Verkamannaflokks Kóreu, formaður miðnefndar hersins, formaður varnar- málanefndarinnar, æðsti yfirmaður alþýðuhersins og fastafulltrúi í mið- stjórn Verkamannaflokksins. Afi hans er forseti alþýðulýðveldisins „til eilífðar“ og faðir hans aðalritari flokksins „til eilífðar“. Engin merki eru enn sjáanleg um að þriðji ættliðurinn muni stjórna landinu með öðrum hætti en hinir tveir fyrri og því má helst reikna með að Norður-Kórea verði áfram einangrað og óútreiknanlegt vandræðabarn í fjölskyldu þjóðanna. Pólitískar greiningar á landinu, þróun þar og stjórnarfari verða að óbreyttu með svipuðum hætti og áður – byggðar á ágiskunum vestrænna „sérfræðinga“ og frásögnum flóttamanna sem flestir leita til Suður-Kóreu og líður þar að vonum eins og þeir séu lentir á tunglinu. Fræðimönnum er almennt meinað að koma til Norður-Kóreu og þeir fáu sem þó komast til landsins fá ekki að sjá nema það sem yfirvöldin ákveða og á sama hátt fá þeir yfirleitt ekki að tala við aðra en „leiðsögumenn“ sína. Fræðimenn neyðast því til að gera athuganir sínar úr fjarlægð. Enginn skortur er þó á herfræðilegum samantektum, greinum og bókum, eða greinum um pólitík – en nánast allt er skrifað úr fjarlægð og oftar en ekki af tiltekinni pólitískri sannfæringu eða til stuðnings hervæðingu Vesturlanda. Mín tilfinning eftir þrjár heimsóknir til Norður-Kóreu á árunum 2000– 2003 var kannski helst sambærileg við þá sem ég ímyndaði mér að væri upplifun Trumans Burbank í kvikmynd Peters Weir frá 1998, The Truman Show. Truman var orðinn fullorðinn þegar hann loks uppgötvaði að líf hans var raunveruleikasjónvarpsþáttur í beinni útsendingu: fram að því hafði hann enga hugmynd um hvar hann var staddur. Líf hans var tómt plat. Á sama hátt er alþýðulýðveldið tilbúinn veruleiki: upphaf, miðja og endir alls er Kim Il-sung, raunveruleg goðsagnapersóna, og sonur hans (sem smám saman er einnig að verða opinber goðsagnapersóna) og sonarsonurinn sem nú hefur tekið við og fær vafalítið sömu meðferð. Enginn annar núlifandi þjóðarleiðtogi hefur viðlíka áhrif í landi sínu og þeir feðgar. Allt vald er frá þeim komið og leitar þangað aftur, allt vald á himni og jörðu, eins og sagt er um aðra feðga. Í Norður-Kóreu eru engar aðrar raunverulegar valdastofn- anir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.