Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 90
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 90 TMM 2013 · 4 Juche kemur til bjargar Að Kóreustríðinu loknu tók Kim Il-sung að víkja frá þeim marxisma sem sovéskir bandamenn hans iðkuðu. Við tók hans eigin hugmyndafræði, juche, sem í sem allra stystu máli gengur út á að kóreska þjóðin, svo stórfengleg sem hún sé, geti verið sjálfri sér næg um alla hluti og þurfi ekki á útlendingum eða hugmyndum þeirra að halda. Þetta leiddi smám saman til vaxandi einangr- unar frá Sovétríkjunum og fjandskapar við Vesturveldin með tilheyrandi samdrætti í alþjóðlegri verslun. Persónudýrkun fór vaxandi og kóreskir fjölmiðlar hættu að fjalla um Kim Il-sung nema sem „Leiðtogann mikla“. Öll megináhersla var lögð á að efla herinn og eftirlitsiðnaðurinn – þ.e. eftir- lit með íbúunum og hugmyndafræðilegri innrætingu þeirra – blómstraði. Engu að síður var tiltöluleg velsæld í norðurhlutanum allt fram á síðari hluta sjöunda áratugarins. Þá fór að halla undan fæti. Þótt Kína og Varsjár- bandalagsríkin færu að fikta við efnahagsumbætur og markaðsbúskap hélt Norður-Kórea fast við hugmyndafræðilegan meydóm síns ríkisbúskapar. Þegar Sovétblokkin féll um 1990 missti Norður-Kórea helstu viðskiptavini sína; allir hermannabúningar Sovétblokkarinnar höfðu t.a.m. verið saum- aðir í Norður-Kóreu og borgaðir með olíu og öðrum lífsnauðsynjum. Nú var búið að stokka spilin upp á nýtt og breyta reglunum. Í ofanálag gerði þurrka og síðan flóð nokkur ár í röð í Norður-Kóreu, náttúruhamfarir sem áttu sér ekki sinn líka í landinu í 100 ár. Veðurstofan í Pyongyang mældi tæplega 60 cm úrkomu á tíu dögum í lok júní 1995 og á einstaka stað rigndi allt að 45 cm á einum degi. Þegar regninu slotaði loks í ágúst höfðu 5,4 milljónir manna þurft að flýja heimili sín, 330 þúsund hektarar af ræktarlandi voru ónýtir og nærri tvær milljónir tonna af korni höfðu eyðilagst. Áætlað var að tjónið næmi allt að 15 milljörðum Banda- ríkjadala. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) reiknaðist svo til að matvælaframleiðsla í landinu hefði minnkað úr 8 milljónum tonna 1990 í 2,5 milljónir tonna 1996. Ofstjórnin í efnahagslífinu reyndist vanstjórn og nú sultu milljónir manna heilu hungri – sem var ástæða þess að Alþjóðasam- band Rauða krossins og Rauða hálfmánans setti upp skrifstofu í Pyongyang og hóf umfangsmikið hjálparstarf, þar á meðal matvæladreifingu. Þúsundir manna flúðu yfir landamærin til Kína. Óvíst er hversu margir týndu lífi í hungursneyðinni upp úr 1995 en jafnvel embættismenn þar viðurkenna að það hafi verið margir. „Fólk er svangt,“ sagði Choe Chang-hun, aðstoðarframkvæmdastjóri norður-kóreska Rauða krossins mér í byrjun árs 2000. „Ég get nefnt sem dæmi að skrifstofumenn voru vanir að fá 600 grömm af korni á dag, börn fengu 300 grömm og verkamenn 700–800 grömm, allt eftir eðli starfs þeirra. Eftir uppskerubrestinn 1999 var minn skammtur skorinn niður í 350 grömm, í 200 grömm í janúar og svo í 150 grömm í febrúar. Það er mjög lítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.