Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 95
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 95 „Svo lengi sem heimsvaldastefnan er við líði munum við glíma við erfiðleika í orkugeiranum,“ segir hann. Og þarna sér maður aftur það sem alls staðar fylgir útlendingum (og greinilega heimamönnum einnig), allir skrifa hjá sér í litlar bækur það sem sagt er. Tækjastjórinn er næstur kallaður til að gefa skýrslu sem hún les eintóna: „Ég ber ábyrgð á tækjadeildinni. Ég er ekki góður stjórnandi. Ég bjó ekki til góða áætlun um tækjanotkun. Það er mér að kenna að tækin eru í slæmu ástandi og ekki áreiðanleg. Ég þjálfaði ekki starfsmennina vel. Það er ástæðan fyrir því að deildin skilar svo slökum árangri. Ég heiti því að ég mun bæta framleiðsluferlið.“ Allir skrifa hjá sér í litlu bækurnar og þegar hún sest er stutt þögn. Þá rís annar stjórnandi á fætur og flytur sína skýrslu: „Félagar okkar mega vita að rafmagnsleysið stafar af einangrunarstefnu heimsvaldasinna, aðallega Bandaríkjanna.“ Og verksmiðjustjórinn bætir við: „Vandamálið verður viðvarandi þar til við höfum sigrað óvininn.“ „Ekki einn einasta dropa …“ Hatur á útlendingum og upphafin þjóðernisstefna er ekki nýtt fyrirbæri í Kóreu, eins og áður segir. Það var því kjörlendi fyrir heitan þjóðernissinna á borð við Kim Il-sung og stefnu hans hefur verið viðhaldið af ríkjandi valdastétt. Bradley K. Martin segir frá því í bók sinni Under the loving care of the fatherly leader að 25. apríl 1998 hafi Kim Il-sung átt fund með kóreskum Japönum. Í hljóðritun sem til er af þessum fundi segir Kim: „Við erum ekki einangrunarsinnar en við viljum viðhalda óbreyttu ástandi hvað þetta varðar. Við viljum ekki hópa af ferðamönnum hingað til að dreifa AIDS og spilla landinu okkar.“ Þessi viðhorf heyrir maður hjá mörgum í Norður-Kóreu. Brian Myers, prófessor við Dongseo-háskólann í Seoul, segir eftirfarandi sögu í bók sinni The cleanest race: How North Koreans see themselves: Í maí 2006 hittust hershöfðingjar beggja kóresku ríkjanna til að ræða hugsanlegar breytingar á landhelgislínunni á milli landanna. Í spjalli fyrir fundinn nefndi for- maður suður-kóresku sendinefndarinnar að bændur sunnanmegin væru farnir að kvænast konum frá öðrum löndum. Starfsbróðir hans að norðan dró enga dul á vanþóknun sína. „Þjóð okkar hefur ævinlega talið að hreinleiki kynstofnsins sé mjög mikilvægur,“ sagði hann. „Ég hef áhyggjur af því að sérstaða okkar hverfi.“ Suður-kóreski hershöfðinginn gerði lítið úr þessu og sagði að slík hjónabönd væru ekki annað en dropi af bleki í Han-fljótið og að sá dropi myndi engu breyta um sjálfsmynd þjóðarinnar. Norður-Kóreumaðurinn hafði meiri áhyggjur af hreinleika kynstofnsins en menningarlegri sjálfsmynd og sagði: „Frá fornu fari höfum við búið í einhverju fegursta landi heims. Við ættum því ekki að þola einn einasta dropa af óhreinu bleki.“ Bradley Martin rekur á nokkrum stöðum í bók sinni samantektir úr „textanum“ sem hann kallar svo, eða því sem stjórnvöld halda fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.