Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 100
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 100 TMM 2013 · 4 Búkarest. Síki eru við tvær hliðar byggingarinnar en fyrir framan hana er mikið hellulagt torg. Stöðugur straumur fólks er að grafhýsinu. Útlendingar fá að koma þar að samkvæmt sérstöku boði tvisvar í viku. Stranglega er bannað að taka myndir, reykja eða tala eftir að komið er inn og lögð var á það áhersla við mig að ég yrði að vera í jakka og með bindi – það bæri að sýna tilhlýðilega virðingu á þessum helga stað. Frá bílastæðinu handan við torgið eru gestir fluttir með neðanjarðarlest að sjálfu húsinu og þar skilur maður allt lauslegt eftir. Síðan taka við nokkur löng færibönd þar sem brýnt er fyrir gestunum að snúa beint fram og hafa hljótt. Loks kemur maður inn í ílangan súlnasal þar sem mikið, hvítt stein- eða marmaralíkneski af Kim Il-sung blasir við, baðað bleikrauðu ljósi. Vopn- aðir verðir standa hreyfingarlausir þar á bak við. Þarna er manni gert að standa grafkyrr við gula línu í gólfinu þar til verðirnir, konur í „hanbok“, þjóðbúningi kvenna, benda manni áfram inn í næsta sal. Þar eru á veggjum lágmyndir af grátandi fólki – svipmyndir af fólkinu sem syrgði leiðtoga sinn með miklum harmalátum 1994, eins og sýnt hefur verið í sjónvarpi um allan heim. Úr þessum sal er farið með færibandi upp á næstu hæð og í gegnum mikinn vélrænan vindstreng þar sem öllu kuski, ryki og óhreinindum er blásið af manni. Þá kemst maður loks inn í salinn þar sem Leiðtoginn mikli liggur í sinni hinstu hvílu. Fjórir og fjórir ganga saman og eru minntir á að hneigja sig við fætur Leiðtogans og svo beggja vegna við kistuna. Tár streyma niður kinnar margra Kóreumannanna sem þarna eru, einkum þeirra sem komnir eru á miðjan aldur og ólust upp við þá óhrekjanlegu vitneskju að Leiðtoginn mikli, sjálfur marskálkurinn, vekti yfir þeim alla daga og nætur og að hann einn gæti tryggt öryggi þeirra og hamingju. Barbara Demick segir frá konu að nafni Song er lýsti tilfinningum sínum þegar hún heyrði af fráfalli Leiðtogans: „Hvernig eigum við að lifa? Hvað eigum við að gera án marskálksins?“…Ef mars- skálkurinn mikli gat dáið, gat allt gerst. Allir Norður-Kóreubúar muna ótrúlega vel hvar þeir voru staddir og hvað þeir voru að gera þegar þeir fréttu af andláti Kim Il-sung. Í þau ár sem ég hef átt viðtöl við fólk frá Norður-Kóreu hefur mér lærst að spyrja spurningarinnar. „Hvar varstu þegar þú fékkst fréttirnar?“ Viðmælandi minn réttir alltaf úr sér … Juche – hinn „dýrðlegi ávöxtur“ Þótt allt annað rafmagn fari af logar alltaf rautt ljós efst í 170 metra háum Juche-turninum á bökkum Taedong-árinnar sem rennur í gegnum Pyong- yang, andspænis Kim Il-sung torgi, og blasir við hvar sem maður er staddur í höfuðstaðnum. Turninn var reistur til að minnast sjötugsafmælis Leiðtogans mikla og Kim Jong-il sjálfur er sagður arkitektinn. Juche-turninn er byggður úr 25.550 granítblokkum, einni fyrir hvern dag í lífi Leiðtogans mikla, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.