Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 101
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 101 er jafnframt minnismerki um þá heimasoðnu hugmyndafræði sem fylgt er. Þó er það svo að spyrji maður heimamenn um nánari útskýringar á juche, þá fær maður yfirleitt býsna óglögg svör. Kim Jong-il segir á einum stað að juche sé hinn „dýrðlegi ávöxtur af djúpstæðum og víðtækum hugmynda- og kenningafræðilegum verkum Leiðtogans“ og að sköpun hennar sé endanleg staðfesting á snilligáfu þessa mikla byltingarleiðtoga: Leiðtoginn skóp hina miklu juche-hugmynd eftir að hafa öðlast djúpstæðan skiln- ing á kröfum nýrra tíma er kúgaður og niðurlægður fjöldinn nær völdum yfir eigin örlögum. Með þessu móti var honum kleift að þróa enn frekar baráttu þeirra fyrir Chajusong (sjálfsþurftum/self-reliance) yfir á æðra stig og hefja öld juche, vatnaskil nýrra tíma í þróunarsögu mannkynsins. Þessi gervikenning mun vafalaust áfram gegna hlutverki sínu heima fyrir, sem sé að setja Kim Il-sung á stall með helstu hugsuðum mannkyns- sögunnar, setja stefnumál Kim-feðganna í fræðilegan búning og koma í veg fyrir að hægt sé að rökræða um praktíska útfærslu stjórnvalda á kenn- ingunni. Myers hefur bent á að ekki þurfi að lesa langt í enskum þýðingum á juche til að átta sig á að keisarinn sé berrassaður. Þó hafi það verið svo um langt árabil að fræðimenn á Vesturlöndum hafi látið sem þessi dular- fulla juche-kenning stæðist gagnrýna skoðun (meðal annars á fjölmennum alþjóðlegum ráðstefnum sem haldnar eru fram á þennan dag, einkum kostaðar af norður-kóresku félagi í Japan) og að sú væri skýringin á því að Norður-Kóreumenn tækju málflutning hans jafn alvarlega og raun bar vitni. Svo er auðvitað hinn möguleikinn – og jafnvel líklegri – segir Myers, að póst- módernískir Vesturlandabúar hafi hugsað sem svo við þennan sundurlausa og órökrétta leiðindalestur, að vitaskuld ætti raunveruleg hugmyndafræði nýrra tíma að líta nákvæmlega svona út. Ekkert hefur komið fram á síðustu mánuðum og árum sem bendir til þess að stefnubreyting sé í vændum í Norður-Kóreu. Hótanir Pyongyang- stjórnarinnar á vordögum 2013 um að spúa kjarnorkueldi og brennisteini yfir óvini sína hjöðnuðu tiltölulega fljótlega og þegar kom fram á sumar voru sendimenn Kims þriðja farnir að leggja til að hafnar yrðu viðræður um að hefja á ný starfsemi í iðngörðunum á landamærunum. Kremlólógar nútímans lesa úr þeim slitróttu upplýsingum sem berast að norðan í samræmi við þær hugmyndir sem þeir hafa fyrir. Umfjöllun um Norður-Kóreu á Vestur- löndum er að verulegu leyti í klisjum: það heyrir til fágætra undantekninga ef ekki er í fréttum um alþýðulýðveldið talað um vandræðabarn samfélags þjóðanna, „rogue state“, síðasta vígi Stalínismans, „hermit kingdom“ og svo framvegis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.