Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 107
TMM 2013 · 4 107
Kristinn E. Andrésson
Hugsunin óbundin og öguð
Föðursystir mín og fóstra, Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, var í nokkur ár
heitbundin Kristni E. Andréssyni. Þau munu hafa kynnst á fundum í Guðspeki-
félaginu, meðan Kristinn var við nám í Menntaskólanum. Kristinn var, þegar þetta
bréf sem hér er birt var skrifað, við barnakennslu á heimili á Eskifirði. Seinna kom
hann suður, bjó í Hafnarfirði og var við nám í íslensku í Háskóla Íslands. Kristinn
aflaði sér tekna með einkakennslu og einn morgun sást hann koma út úr húsi eins
nemandans, ungrar stúlku. Frænka Jóhönnu frétti það og bæjarslúðrið í Hafnarfirði
lagði þetta út á versta veg. Er ekki að orðlengja það, að upp úr slitnaði milli þeirra
Kristins. Hún svaraði ekki bréfum hans eftir þetta en las þau öll og geymdi til ævi-
loka. Bréfunum var að líkindum fargað en þetta rataði af einhverjum ástæðum
annað og er því til. Jóhanna komst að því seinna, að því er hún sagði mér, að um til-
hæfulaust slúður var að ræða en þá var það um seinan. Jóhanna og Kristinn giftust
bæði en hún tregaði unnustann til æviloka. Bréfið birtist hér stafrétt.
Sigurður G. Tómasson
Eskifirði 11. júní 1923
Vina mín
Þakka þjer kærlega fyrir bréfið. Um leið verð jeg að biðja þig að fyrirgefa
mjer að hafa ekki skrifað fyr. Esjan kom fyr en ég hugði, um næturtíma, og
jeg sat með sárt ennið og brjefið þitt í hendinni. Í þetta sinn má ekki fara svo,
en sá er gallinn á að skrifa þjer að nú man jeg ekki húsnúmerið og ætla jeg að
biðja þig að skrifa mjer það næst.
Af mjer er ekkert að frjetta. Jeg hef það náðugt, sef til kl. 8 og 9 á morgnana
og snýst svo ýmislegt á daginn. Hjer heima eru aðeins hjónin og börnin og
ein kerlingarlufsa og „langt í bygð til bjarga“, eins og þar stendur enda er jeg
oftast heima og lifi í draumum mínum. Bók opna jeg ekki, því efnið í ljóðin
mín fæ jeg alt úr gömlum endurminningum og náttúrunni umhverfis mig
eins og hún birtist mjer í „fegurðarsjá“ fagnaðar og lífsgleði.
Betur að þú værir komin stutta stund. Ef þú gætir flogið, mundirðu ekki
lokka mig þangað til værum komin á hæsta fjallstindinn og fljúga svo burt
og láta mig hrapa niður hamrana – heim þaðan sem jeg var kominn? Fyrir
sumrinu er draumurinn unaðslegri, endurminningin yndælli en veruleik-
inn. Það eru þeir mennirnir sem ekki kunna að lifa. Jeg hefi alt af sofið og