Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 111
Á d r e p u r TMM 2013 · 4 111 Einar Kárason Reiði Akkillesar, lítil saga um auglýsingabransa I Á vordögum 2011 hélt ég í árslanga sjálfskipaða útlegð til Suður-Þýskalands til að geta einbeitt mér að bókinni „Skáld“ sem var í smíðum. Þá var þén- ugt að hafa fengið inni í lítilli íbúð í smáborginni Bamberg sem er í Franken- hreppi í Norður-Bæjaralandi. Þar er elsta torgið í miðbænum áttahundruð ára gamalt og þar sem bókin Skáld ger- ist á Sturlungaöld veitti það á sinn hátt innblástur að geta ráfað eftir götustein- um frá tímum Sturlunganna, strokist við veggi sem stóðu þar einnig á dögum Gissurar Þorvaldssonar og Kolbeins unga. En þó skiptir auðvitað mestu við að fara í þannig vinnubúðir að maður losnar á meðan við megnið af þeim verkefnum sem jafnan hlaðast á mann í heimahögum, hefur afsökun fyrir að mæta ekki á fundi og samkomur sem maður hefur einhvernveginn rótað sér inní. Þessvegna tók ég því til að byrja með heldur ólíklega þegar farsíminn kvakaði sem ég sat einn yfir tölvunni og var djúpt sokkinn í hugsanir um Sturlu Þórðarson, og úr símanum hljómaði glaðbeitt og geðsleg rödd frá Íslandi sem vildi fá mig með í lítið verkefni. Þetta var semsé um haustið 2011, en þá stóð fyrir dyrum eftir mánuð Bóka- messan mikla í Frankfurt þar sem Ísland var í brennidepli og allir hafa heyrt um; ýmsu smálegu hafði maður þegar tekið þátt í vegna undirbúnings þess mikla atburðar. Hið opinbera lagði til megnið af því sem við Íslendingar þurftum að kosta til vegna hátíðarinnar, en jafnframt hafði verið leitað til styrktar aðila. Og samningar höfðu tek- ist um að lyfjafyrirtækið Actavis, sem þá var komið með höfuðstöðvar sínar til Sviss, myndi verða aðal prívatsponsor „Sagenhaftes Island“, eða Sögueyjunnar, eins og tiltækið var kallað. En verkefnið sem maðurinn í símanum vildi að ég tæki að mér tengdist því að Actavis vildi á einhvern hátt vekja athygli á stuðningi sínum við Sögueyjuna, sem vonlegt er. Forystumenn lyfjafyrirtækisins höfðu því leitað til auglýsingastofu sinnar á Íslandi og beðið fólk þar um að leggja höfuð í bleyti; hugsa upp verkefni og til- tæki sem myndu beina kastljósinu að þeirra rausnarlega framlagi til fremdar íslenskri bókmenningu. Rétt er að rifja upp áður en lengra er haldið að Actavis var eitt þeirra fyrir- tækja sem mjög voru áberandi í íslensku útrásinni fáum árum fyrr; frægt var að það komst í eigu auðkýfingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem þegar mest var veldið á útrásarvíkingunum komst á blað tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins. Eftir hrun datt hann út af þeim lista enda fóru flest af fyrirtækj- um íslensku bólunnar á hausinn; Actavis lifði samt enn góðu lífi þótt það væri semsé komið í eigu útlendinga; vitað var þó að Björgólfur átti þar enn hlut. Er ég fór að spyrjast fyrir um þau mál átti ég eftir að heyra að forystufólk Sögueyjunnar hefði verið fyrst um sinn dálítið hugsi er Actavis bauðst til að verða aðalsponsor, og þá sérstaklega Á d r e p u r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.