Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 113
Á d r e p u r
TMM 2013 · 4 113
sem ég hafði talið ásættanlega hellti ég
mér í þetta. Ramminn var klár, hver
klausa átti að vera eitthvað 15–20 línur
(lýsingin á Agli hér að ofan er í það
lengsta). Mér fannst ljóst að helstu
hetjur sagnanna hefðu á okkar dögum
verið frægt fólk og áberandi, rétt eins og
það var á sinni tíð; ég hugsaði um
lyndis einkunnir þeirra og hæfileika og
hvert slíkt hefði skilað þeim. Sumt lá
beint við; Njáll Þorgeirsson frá Berg-
þórshvoli að sjálfsögðu lögspekingur og
ráðgjafi ríkisstjórna – ég bætti því svo
við að hann hefði eitt sinn gefið kost á
sér í forsetaframboð en óvænt tapað, og
telji margir að það hafi verið því að
kenna að kona hans þætti ekki nógu
„Bessastaðaleg“ og að synir þeirra hafi á
sér orð fyrir að vera rustar. Þorgeir
Hávarsson var að sjálfsögðu foringi
glæpasamtakanna „Fóstbræður“ – víð-
frægur ofbeldismaður og handrukkari,
talinn hættulegasti fangi landsins. Guð-
rún Ósvífursdóttir fékk að verða fyrsti
kvenbiskupinn, með sína herfilegu
sorgar reynslu af ástmönnum og eigin-
mönnum á ferilskránni. Og svo fram-
vegis.
II
Samskiptin við auglýsingastofuna gengu
mjög þægilega. Ég sendi mína tíu stuttu
texta til þeirra með tölvupósti á tilsett-
um tíma, fólkið þar tók við þeim og lét í
ljós ánægju, það var einmitt þetta sem
þau höfðu beðið um. Svo var málið
komið á borð einhvers næsta manns í
ferlinu, sá eða sú hélt að ég hefði verið
settur af meiri nákvæmni inn í smá-
atriði; ég fékk póst um að ég fengi að
vita um næstu skref þegar sæist „hvað
Halldór og Óttar væru að gera“. Ég vissi
ekkert við hverja væri átt og hafði
reyndar ekki stórar áhyggjur, en síðar
átti eftir að skýrast að Halldór Baldurs-
son teiknari hafði verið fenginn til þess
að draga upp myndir af nefndum forn-
köppum, bæði eins og þeir voru á sinni
tíð og líka nú á tímum. Leist mér afar
vel á það, enda mikill aðdáandi teiknar-
ans. Jafnframt skýrðist að „Óttar“ væri
Óttar Guðmundsson læknir og rithöf-
undur en hann hafði einnig verið feng-
inn til þess að gera það sama og ég.
Hann lagði að sjálfsögðu í það metnað
sinn, hæfileika og kunnáttu, en ég
heyrði samt að það reyndist aðeins
flóknara að eiga við hans texta vegna
þess að í fyrstu tilraun voru þeir yfirleitt
nokkuð of langir, pössuðu ekki inn í það
format sem auglýsingafólkið hafði hugs-
að sér. Að auki valdi hann kannski
óvænta aðferð; í stað þess að einbeita sér
að því hvar hetjurnar væru í nútíman-
um neytti hann sérþekkingar sinnar
sem geðlæknis; tók Gunnar, Njál og
Hallgerði og það fólk á dívaninn til sín,
greindi geðkvilla þeirra og karakter-
bresti. Ég þóttist vita að þetta yrði leyst,
og brátt var mér sagt að allt væri á beinu
brautinni, komnar flottar myndir frá
Halldóri og textar frá Óttari, og hugur í
öllum með að gera kynninguna sem
glæsilegasta; það var talað um hugsan-
lega sýningarveggi, birtingar í blöðum
eða tímaritum, kannski heilsíðuauglýs-
ingar og veggspjöld, og jafnframt var
mér sagt að það væru hugmyndir í gangi
um að gera verkefnið sem sýnilegast á
sjálfri bókamessunni. Og bar allvel í
veiði því að í tengslum við hana kom út
heildarútgáfa á Íslendingasögum í
nýjum þýskum þýðingum, svo að sögu-
hetjur okkar voru í sviðsljósinu þar.
Semsagt gott.
Ég hafði eins og gengur sent textana á
nokkra úr nánasta umgangskreðs, til að
fá álit og ábendingar um hugsanlega
fingurbrjóta. Þegar ég nefndi verkefnið
fyrst hafði einhver misskilið, og haldið
að ég ætti að geta mér til um hver af
samtímamönnum þessi eða hinn forn-