Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 114
Á d r e p u r
114 TMM 2013 · 4
kappinn væri nú; stundum heyrir
maður sagt eitthvað á borð við: „Þessi
væri Davíð Oddsson ef hann væri uppi í
dag.“ Þá leið hafði ég ekki farið, því að
hver einstaklingur er ólíkur öllum
öðrum. Hinsvegar gat ekki farið hjá því
að ímynduð örlög fólks og frami hlaut
stundum að minna á það sem þekkist
hjá okkar samferðafólki, og þannig
hafði fleiri en einn sem las þetta yfir
sagt sig hafa kannast við frægt fólk úr
okkar samtíma; einhver hafði séð eitt-
hvað frá t.d. Hemma Gunn, Vigdísi
Finnbogadóttur, Bubba Morthens og
gott ef ekki Sigurði Líndal og fleirum, ef
ég man rétt. Enda verður ekki hjá slíku
komist, og ekkert áhyggjuefni að því er
ég hélt.
En svo var ég staddur í verslun í
Bamberg í Frankenhreppi þegar farsím-
inn hringdi. Á hinum endanum var
maður á Íslandi og honum allmikið
niðri fyrir. Þetta var sá lykilmaður á
auglýsingastofunni sem sá um málefni
Actavis og hafði hringt í mig fyrst;
skemmtilegur maður og gaman að
kjafta við. En nú var honum ekki hlátur
í hug. Fullbúið verkefnið, og áætlun um
hvernig því yrði haldið á lofti, hafði
semsé verið kynnt fyrir yfirmönnum
Actavis.
Þarna var þeim sýnt hvað bæði Óttar
og ég höfðum sett á blað um Hallgerði,
Njál, Gretti, Þormóð Kolbrúnarskáld,
Guðrúnu Ósvífurs og Egil Skalla og þau
hin, og svo teikningar Halldórs af sama
fólki – allt var það í fínu lagi. Svo var
presenterað það sem ég skrifaði um
Gunnar á Hlíðarenda, en þá varð allt
vitlaust.
Það blasir auðvitað við að Gunnar er
afburða íþróttamaður svo ég sendi hann
á unga aldri á skólastyrk í bandarískan
háskóla þar sem hann verður hámennt-
aður í bissnessklækjum, og græðist jafn-
framt mikið fé sem íþróttahetja í
fremstu röð. Heim snýr hann ríkur,
dáður og öfundaður. Akkillesarhæll
Gunnars, eins og honum er lýst í Njálu,
er að þrátt fyrir sitt mikla atgervi hættir
honum til ofdirfsku og tilheyrandi dóm-
greindarleysis. Allt er það í samræmi við
ímyndina af útrásarvíkingunum. Svo ég
hafði skrifað, um Gunnar heimkominn:
Það var á allra vitorði að hann væri
orðinn sterkefnaður og þótti mikilvægt
að hann fjárfesti hér heima, og þegar
ríkisbankarnir voru einkavæddir fékk
hann að kaupa einn bankann (þótt
seinna sé deilt um hvort hann hafi þurft
að borga krónu) og í framhaldinu gerðist
hann umsvifamesti viðskiptajöfur lands-
ins; eignaðist fjöldann allan af stórum
og frægum fyrirtækjum bæði heima
og erlendis. Hann barst mikið á og var
nokkrum sinnum útnefndur „eftirsóttasti
piparsveinn landsins“ – það var svo Hall-
gerður sem klófesti hann með tilheyrandi
„brúðkaupi aldarinnar“ og hnattferð í
endalausum lúxus.
Þegar á leið fóru menn að efast um
að veldi hans stæði nógu styrkum fótum,
og með efnahagshruninu í október 2008
fór eins og allir vita. Veldið hrundi með
miklu braki og óhemju tapi fyrir íslenskt
samfélag og almenning og reyndar banka
og fyrirtæki um allan heim; nú er fullyrt
að allt hafi hann gert með svikum og
blekkingum. Hann missti allt, en hangir
þó enn á sumarhúsi sínu í Fljótshlíðinni;
er sagður dveljast þar einn og talinn þurfa
að óttast um sig vegna reiði sem hann
hefur kallað yfir sig.
Maðurinn í símanum sagði mér að
Actavismenn væru æfir. Þeir álitu þetta
persónulega árás á Björgúlf Thor. Þeir
hefðu í hótunum um að slíta án frekari
málalenginga öllu samstarfi við auglýs-
ingastofuna. „Ég mun missa vinnuna ef
þú breytir þessu ekki,“ sagði maðurinn;
„you have to save my ass!“
Við áttum eftir að ræðast við tvisvar