Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 126
D ó m a r u m b æ k u r
126 TMM 2013 · 4
í útliti, hárið „vírað, stóð út í loftið eins
og gaddavír eða stálull“.28 Þrátt fyrir
þetta ljómar hún af geðheilbrigði og
Reynir kemst að þeirri niðurstöðu að
hið stöðuga áreiti geðveikinnar hafi ein-
ungis áhrif á útlit konunnar en nái ekki
inn fyrir: „Inn um augun sást heill
heimur, heill, heilbrigður og í jafn-
vægi“.29 Að þessu leyti er konan afar
sérkennilega samsett, enda „einhver
furðulegasta manneskjan á gervöllum
Kleppi“.30
Lýsingar eins og þessar skapa sögunni
afar sérstætt andrúmsloft, texti verksins
einkennist af ókennilegri – geðveikis-
legri? – gleði sem hefur sefjunarmátt,
það er auðvelt að gangast honum alger-
lega á hönd og gerast þátttakandi í
heimi ranghugmynda og skynvilla. Því
virkar hin röklega og einfalda lausn eig-
inlega fjarstæðukennd, hvernig á að vera
hægt að samþykkja hana? Samt felst í
henni mikilvæg viðreisn gilda sem verða
að vera til staðar svo samfélagið geti
virkað, formúla sem ekki verður komist
undan.
Formúla bókarinnar er það sem tímarit-
röðin 1005 óskar sér að komast undan,
ef marka má orð Þrastar Helgasonar á
opnunarhátíð ritsins. Þrjú óinnbundin
rit rúmast í hörðum spjöldum sem hald-
ið er saman með teygju og heftið leysist
upp þegar teygjan er tekin utan af því.
Þó eru þræðir sem tengja þau, Borges og
Buenos Aires koma fyrir í ljóði Sigur-
bjargar og stundum nefnir hún viðtak-
anda bréfsins Hermann: fram kemur að
hann er í grænum buxum, en Hermann
Stefánsson, hin fjölæra persóna Hælisins
gengur einmitt í grænum buxum.
Tilvísanir
1 Ekki vissi ég það þegar ég heimsótti þessa
ágætu borg bræddra osta. Hinsvegar fór ég
sjálf í dálitla pílagrímsferð, að villu Diodati
við Genfarvatn, en þar er fæðingarstaður
tveggja uppáhalds skrýmslasagna, „Vampýr-
unnar“ eftir John Polidori og Frankenstein
eftir Mary Shelley.
2 Jón Hallur Stefánsson, Bautasteinn Borgesar,
1005, i. tbl. i. hefti 2013, bls. xi.
3 Sama, bls. xii.
4 Sigurbjörg Þrastardóttir, Bréf frá borg dul-
búinna storma, 1005, i. tbl. ii. hefti, bls. lxxxv.
5 Sama, bls. lxviii.
6 Sama, bls. xlii.
7 Sama, bls. iii.
8 Sama, bls. iv.
9 Sama, bls. lxxi.
10 Sama, bls. lxxvi.
11 Sama.
12 Sama, bls. xxviii.
13 Sama, bls. xxxiii.
14 Sama, bls. xxxvii.
15 Sama, bls. xxxix.
16 Sama, bls. xli.
17 Sama, bls. xliv.
18 Sama.
19 Sama, bls. xlvi.
20 Sama, bls. lv.
21 Sama, bls. lvi.
22 Reyndar gæti skeð að ég sé of þjálfaður les-
andi glæpasagna og hrollvekja, í ritdómi eftir
Inga Björn Guðnason á RÚV, 17. maí 2013,
kemur fram að honum fannst lausnin óvænt.
http://www.ruv.is/gagnryni/timaritrodin-1005
-gagnryni
23 Hermann Stefánsson, Hælið, 1005, i. tbl, iii.
hefti, bls. clx.
24 Sama, bls. cxxii.
25 Sama, bls. clxiii.
26 Sama, bls. clxiii-clxiv.
27 Sama, bls. x.
28 Sama, bls. clxxiii.
29 Sama.
30 Sama.