Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 138
D ó m a r u m b æ k u r
138 TMM 2013 · 4
til djúprar samúðar með fénu: „Milli
rimlanna aftan á [vörubílnum] sé ég
glitta í döpur augu […] Ég set í gír og
mjakast á eftir, vík mér undan að horf-
ast í augu við skepnurnar sem híma
aftan á pallinum […] Ég veit hvert þær
eru að fara og ég sé á augnaráði þeirra
að þær vita það líka“ (bls. 89). Að slátur-
tíðinni lokinni kemur hann í verslun
þorpsins, í kjötborðinu er „heill valköst-
ur af dýrum sem nutu lífsins í móanum
fyrir nokkrum vikum. Hver hefur gefið
okkur leyfi til að deyða þau öll?“ (bls.
114–15)
Hér að framan minntist ég á að hinir
pólitísku þræðir sem rekja má í Suður-
glugganum komi einnig fram í ljóða-
bókinni Hér vex enginn sítrónuviður. Í
ljóðinu „Auga fyrir auga“ má í raun
greina alla þá þrjá pólitísku þætti sem
minnst var á hér að framan, þ.e. stríðs-
rekstur, peningahyggju og dýra- og nátt-
úruvernd:
Maðurinn er grimmastur tegunda
Á haustin rekum við kindur sem
hafa notið sumarsins við hlið
okkar í sláturhús
Hreinkýr eru myrtar frá kálfum
sínum á fjöllum, af vel mettum
athafnamönnum, sem eftir á
gorta af drápinu í blöðunum
Slátrarinn klappar barni sínu
á kollinn að kvöldi, og
morguninn eftir fer hann
og drepur lambið sem
nötrar af ótta í stíunni
Fiskar fá ekki að synda upp
í árnar án þess að vera
kvaldir á önglum, og
margir virðast halda að
fiskar séu aðeins til
svo hægt sé að pína
þá með stöng (verstir
allra eru veiðimenn
sem „sleppa“ í nafni
falskrar mannúðar)
Fuglarnir sem fljúga
um loftið, yfirleitt í
mesta sakleysi, eru
felldir á miðju flugi
og hirtir upp í blóði
sínu, með brostinn
himin í augum
Og eins og þetta sé ekki
nóg, grisjum við jafnt
og þétt okkar
eigin tegund
(fullyrðingin í upphafi endurtekin)4
Rithöfundur án lesenda
Eitt áhugaverðasta viðfangsefni Suður-
gluggans, sem ekki hefur verið minnst á
hér, felst í margháttaðri umræðu um
sjálfan skáldskapinn og sköpunarferlið.
Þetta birtist ekki síst í viðfangsefni rit-
höfundarins, þ.e. skáldsögunni, eða
myllusteininum, sem hann rogast með:
Það sem ég skrifa er saga um par sem
fer á fjallahótel í útlöndum til að hressa
upp á sambandið. Það gengur ekki vel
að skrifa hana. Parið er einsog pappa-
fígúrurnar sem amma klippti út fyrir
mig þegar ég var lítill og ég lék mér að.
Munurinn er sá að þær gæddi ég lífi með
ímyndunaraflinu, en nú tekst það ekki.
Fólkið liggur dauðalegt í hótelrúminu,
sem er líka úr pappa (bls. 10).
Hér birtist afar áhugaverð hlið á fyrir-
ferðarmikilli umræðu verksins um
sköpunarferlið, þ.e.a.s. hvernig beinlínis
er fjallað um tengsl skáldskaparins við
sjálft viðtökuefni sitt – pappírinn. Í
þessu sambandi er reyndar vert að
minnast á að enn á ný kallast Suður-
glugginn á við Sandárbókina því að þar
fer einnig fram umræða um pappír í