Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 11
TMM 2014 · 3 11 „ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“ „Flórens við Elbe“, fyrir löngu sem bandarískur landgönguliði hors de combat eða stríðsfangi og lifði til frásagnar um hana. Þetta er skáldsaga nokkuð í skeyta- og geðklofastíl sagna á plánetunni Tralfamadore, þaðan sem flugdiskarnir koma. Friður.12 Strax frá upphafi er lesandanum því ljóst að nálgun Vonneguts á efniviðinn er óvenjuleg og skondin um leið og efniviðurinn er mjög alvarlegur. Fyrsti undirtitill Sláturhúss fimm, Barnakrossferðin, vísar þá í ungan aldur margra hermanna stríðsins en Barnakrossferðin er þekkt úr sagnfræðilegum heimildum og átti sér stað árið 1212 eða 1213, þegar tveir munkar fengu þá hugmynd í kollinn að safna her barna í Þýskalandi og Frakklandi og selja þau í þrældóm til Norður-Afríku. Börnunum var sagt, að sögn Vonneguts, að þau væru að fara að frelsa Palestínu frá múslimum – sem þótti þá vera æskilegt og jafnvel mjög sniðugt. Og hermir Vonnegut upp á Innocentíus þriðja páfa, sem hélt líkt og börnin að ferðinni væri heitið til Palestínu, að hann hafi orðið frá sér numinn af hrifningu á tiltæki munkanna og sagt: „Þessi börn vaka, meðan vér sofum!“13 En raunveruleikinn var annar og helmingur barnanna drukknaði á leiðinni til Norður-Afríku – hinn helmingurinn var seldur í þrældóm eins og ráðlagt var.14 „Þessi börn vaka, meðan vér sofum,“ var því svo sannarlega ekki ofsögum sagt. Síðari undirtitillinn sem Vonnegut velur bókinni er Skyldudans við dauð­ ann. Hann minnir okkur ekki aðeins á þann dauðadóm sem vofir yfir hverju okkar, heldur einnig á herskylduna sem karlmenn af kynslóð Vonneguts þurftu að sinna með góðu eða illu. Að deyða eða verða drepnir og allt það. Þá er gaman að velta fyrir sér, hvernig það megi vera, að á þessum tutt- ugu og þremur árum sem Vonnegut vann í bókinni um Dresden, hafi hann ekki fundið aðra nálgun á efniviðinn en skondna nálgun, og allt að því vísindaskáldsögulega, þegar hermaðurinn Billy Pilgrim upplifir seinni heimsstyrjöldina og brottnám af völdum geimvera í sömu köflum bókarinnar. Eftirfarandi spurning kviknar: Er í lagi að blanda saman slíkri „vitleysu“ við sannsögulega atburði sem eru auk þess svo hryllilegir? Sjálfur virðist Vonnegut hafa svarið við þessari spurningu á reiðum höndum, en eftir honum er haft: Brandarar geta verið göfugir. Hláturinn er alveg jafn heiðvirður og tárin. Hvort tveggja, hláturinn og tárin, sprettur fram þegar við erum örvingluð og úrvinda og sjáum engan tilgang í frekari hugsunum eða viðleitni. Ég kýs að hlæja því það krefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.