Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2014 · 3 heimi. Þar fyrir utan fjallar verkið um þau stóru þemu bókmenntanna sem tengjast örlögum einstaklinga og þætti þeirra sjálfra í að móta lífshlaup sitt. Hið brotakennda form miðar að því að auka yfirsýn lesandans og þjónar verkinu vel til að sýna samsvaranir frá ólíkum tímum jafnframt því að afhjúpa mót- andi þætti uppeldis og aðstæðna. Miðað við upp á hve mörgu er fitjað stingur því nokkuð í stúf hversu fátt er til lykta leitt í þessari sögu. Það er einna helst að saga hersetunnar skili sér í augljósu uppgjöri höfundar í verkinu, en önnur pólitísk mál sem fitjað er uppá – sérstaklega ranglæti kvótakerfisins og feminísk sjónarhorn – fjara út áður en þeim eru gerð þau skil sem söguþráðurinn þó virðist bjóða upp á. Snemma í verkinu eru hugrenningar um kvótakerfið settar í hnotskurn við hamborgaravagninn í Keflavík þar sem matseðillinn býður m.a. upp á „sægreif[ann] (sá sem allt gleypir)“, „Kvótasvindlið: Stór borgari með öllu“, og „Keflavíkurkvót[ann]: Hamborgara- brauð án hamborgara“ (bls. 57). Mat- seðlinum er fylgt úr hlaði með pólitískri yfirlýsingu sjómannsins sem nú rekur hamborgaravagninn, þar sem hart er deilt á þjóðina, ekki síst í lokasetningu yfirlýsingar hans: „Í stað þess að rísa upp, þá bugtum við okkur. Í stað þess að mótmæla, þá látum við traðka á okkur“ (bls. 57). Orð þessi vísa beint til sjálf- stæðisbaráttunnar og fleygra orða Jóns Sigurðssonar forseta, en þegar lengra sækir fram í söguna er eins og þessi sterki þráður og afstaða rakni upp og missi þrótt sinn sem sú undirstaða í heildarmyndinni sem hún hefði getað orðið. Svipað er upp á teningnum með fem- ínismann eða þá afstöðu með konum sem höfundurinn tekur í verkinu. Hann veltir t.d. upp hvernig heimurinn yrði ef karllæg dagblöð kaldastríðstímans í uppvexti Ara hættu að horfa til hjarta kommúnistaleiðtogans Títós í fyrrum Júgóslavíu; til „hjarta valdsins, karl- mannsins, okkur er það hugleikið, en horfði þess í stað með augum konunn- ar“. Hann spyr; „værum við jafnvel ekki sömu manneskjurnar?“ (bls. 224). Hann veltir því fyrir sér hver kjarni okkar sé; „er hann jafnvel ekki til og við lítið annað en ílát, fyllt upp að börmum af ríkjandi skoðunum, samþykktum við- horfum, og eygjum þar af leiðandi nær aldrei frjálsa hugsun í lífi okkar, nema þá í leiftrum sem eru kæfð, slökkt, jafn- óðum af stöðluðum hugmyndum í frétt- um, auglýsingum, kvikmyndum, dæg- urlögum; sönnum dægurvísum?“ (bls. 224). Þótt vitaskuld sé ekki hægt að ætlast til þess að skáldsaga veiti einhlít svör við jafnstórum tilvistarspurningum og ofangreindum, þá hefði úrvinnsla þessa efniviðar mátt vera meiri í verkinu sem heild – ádeilan hefði fyrir vikið orðið sterkari. Þegar upp er staðið kemur ekk- ert fram um þessa siðferðislega pólitísku þætti sem ekki er á almanna vitorði nú þegar. Tækifæri til að vinna með þessa afstöðu og leiða umræðu um þessi mik- ilvægu mál í verkinu fer þannig fyrir lítið þótt höfundinum séu þau augljós- lega mikilvæg. Meira að segja uppgjör það sem verður þegar Ari áttar sig á því að það sem hann taldi vera ástarfund stúlku og fullorðins karlmanns áratug- um fyrr var í raun nauðgun – veldur takmörkuðum straumhvörfum í sög- unni. Breytir í raun engu öðru en því að meðvitund Ara um afstæði upplifana sinna eykst og hugsanlega umburðar- lyndi hans gagnvart þeim sem hann þarf að sinna við heimkomuna. Jón Kalman hefur áður sýnt og sann- að að hann hefur afburða tök á því brotakennda og óræða, þar sem honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.