Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 27
S p o r TMM 2014 · 3 27 krúttlegir bangsar í bolum merktum bænum, líkan af kirkjuturninum, kúlur sem var hægt að hrista svo snjónum tók skyndilega að kyngja niður á aðal- torginu þótt enginn myndi reyndar til þess að það hefði nokkru sinni gerst. Ég gekk inn þótt mér væri enn hálfbumbult. Í næstum himinháum rekka voru myndir af rústunum ofan við bæinn prentaðar á póstkort. Þar voru líka margar myndir af ströndinni, einsog hún leit út einhvern daginn þegar bæjarbúar höfðu allir ætlað að vinna bug á hitanum með því að synda út í víkina, og önnur þegar enginn hafði orðið eftir nema tveir elskendur sem sátu hlið við hlið og horfðu í sólarlagið, skuggamyndir á rauðgulum grunni. Ég sneri rekkanum og enn fleiri myndir birtust, þarna brostu þrjár sóldýrkandi vinkonur í bikiníi til ljósmyndarans, þarna var búið að teikna kall sem veifaði fána og undir var skrítla á ensku. – Get ég aðstoðað þig, ‘skan? Ég hætti að snúa kortarekkanum og stakk höndunum ósjálfrátt í vasann og horfði flóttalega yfir búðarborðið sem hafði verið komið fyrir aftast í rýminu. Afgreiðslukonan var ósköp góðleg að sjá en ég þagði samt. Hún var tiltölulega ljós yfirlitum með áberandi fæðingarblett á annarri kinn- inni, næstum svartan og ögn upphleyptan, og það stirndi á silfurhjarta sem kúrði sig ofan í sólhrukkaða bringuna. Hún horfði á mig stórum brúnum augum um stund áður en hún deplaði þeim í þrígang, leit út um gluggann, dró djúpt andann og fletti dagblaði með stórum myndum og fyrirsögnum í hástöfum. Meðan hún las nuddaði hún hjartað milli þumals og löngutangar. Ég gekk meðfram kertastjökum og lyklakippum og áprentuðum glösum og kaffikrúsum, stuttermabolum og æfingabuxum úr bómull og tók hitt og þetta upp, þreifaði á því eða hristi það lauslega. Þarna var spiladós sem spilaði lag um mann sem er svo ástfanginn að tunglið minnir hann á pizzu. Ég sneri sveifinni og bar dósina alveg upp að eyranu en tónarnir voru samt ógreinilegir. – Sjáðu. Afgreiðslukonan stóð alltíeinu fyrir aftan mig með aðra höndina útrétta meðan hin nuddaði hálsmenið. Ég rétti henni spiladósina og hún lagði hana á borðið, hélt varlega um kantana og mér fannst einsog hún þrýsti henni niður í viðarplötuna. Hún sneri sveifinni hægt með vinstri hendinni og nú ómaði lagið hátt og skýrt, fyrst löturhægt og hikandi en svo hraðar og með fastari takti. Laglínan var kunnugleg; ég ímyndaði mér að osturinn drypi af tunglinu, það var girnilegt en ég fann samt til sorgar innan í mér. Hún trallaði með og brosti til mín áður en hún setti spiladósina aftur á sinn stað. Ég fylgdi henni að afgreiðsluborðinu en vissi ekki hvað ég átti að segja svo ég opnaði bara munninn og byrjaði að tala: – Þessi búð var einusinni biðstöð. Fyrir kallana sem keyrðu sporvagnana og líka fyrir þá sem voru að bíða. – Já. Mikið ertu klár! Hefurðu gaman af sporvögnum? Sérðu vagnana þarna? Undir sokkunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.