Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 105
Va g g a TMM 2014 · 3 105 og döb-tónlist. Ég gafst upp, ég hafði heldur aldrei verið mikill framúrpotari og settist því hógvær á minn stað, í hornið, þar sem ekkert gerðist. Ég starði gramur á klakalaust rauðvínsglasið, aftur á stútfullan barinn, og aftur á klakalaust rauðvínsglasið. Ég lét mér það duga, í þetta skiptið. Ég skildi ekki af hverju ég var þarna yfir höfuð, einn á bar. Hver gerir slíkt? Ég velti mér upp úr volæði einsemdar minnar með hverjum sopa, með hverjum volgum rauðvínssopanum og hækkandi döb-tónlistinni. Ég leiddi sjálfan mig alltaf lengra og lengra ofan í eigið volæði og vesaldóm, og ég gerði mér fullkomna grein fyrir því. Það voru tvö ár liðin síðan ég missti Rósu frá mér en allir vissu að þegar eitt ár af sorgarklæðum er liðið ertu bara orðinn vælukjói. Vælukjói sem situr einn á bar að drekka vont vín og slefa yfir stúlku sem þú hefur aldrei talað við. Ég drakk hvert rauðvínsglasið á fætur öðru og eftir því sem tíminn leið, og drykkjunum fjölgaði, virtist ég verða sífellt meira aðlaðandi. Ég fann mér stúlkur til að dansa við, í fleirtölu, ég fann mér þrjátíu sígarettur til að reykja með þeim og dirfðist jafnvel að dansa við þessa döb-tónlist sem var öll orðin að sama grjónagrautnum í hausnum á mér. En hvað það var yndislegt að gleyma áhyggjum sínum eitt augnablik! Að vera frjáls, lifandi og sjá litríkan og svolítið þvoglumæltan heiminn í gegnum augu Bakkusar, stórvinar míns. En allt kom fyrir ekki! Þegar byrjaði að renna af mér fóru stúlkurnar sam- tímis að renna frá mér, tónlistin breyttist í dánarkvein kattar og tóbakið varð nikótínlaust. Ég gafst upp á því að vera skemmtilegur og gekk slyttislega aftur í hornið mitt og starði á dýragarðinn úr hæfilegri fjarlægð. Ég hafði ekki hugmynd um hvað tímanum leið og mér var alveg sama, tíminn var hringlaga hvort sem var og mér var sama hvar á hringnum ég stóð. Ég grúfði valt höfuðið ofan í hálftómt rauðvínsglasið þegar stelpan mín fékk sér sæti við hliðina á mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hver hún var í fyrstu en þurfti að deila með henni visku minni. „Vissirðu að Frakkar drekka alltaf rauðvín með klaka út í?“ Ég snéri fljótandi augnaráði mínu að henni og áttaði mig á hver þessi undurfagri rauðbrystingur var sem sat við hliðina á mér. „Af hverju siturðu hérna? Þetta er staðurinn minn …“ Stúlkan sagði ekk- ert, heldur flissaði og lagði fínlega hönd sína á lærið mitt. „Þú ert klakakall- inn.“ sagði hún og gaf sér tíma til að stara í sigin augu mín. „Ég? Nei nei, ég er bara venjulegur kall, enginn klakakall!“ Rauðbrystingurinn kallaði á næsta þjón sem gekk framhjá „Hey! Komdu með rauðvín hússins, óopnaða, og klakapoka! Geturðu svo hringt á taxa?“ Hún strauk yfir lærið á mér og ég reyndi að horfa inn í sál hennar, í gegnum augun, en var allt of fullur fyrir þannig töfrabrögð. Hún dröslaði mér upp í taxa, kom mér upp í rúm í skammarlega skítugri íbúðinni minni og gaf mér vatnsopa. Íbúðin lyktaði af stöðnu tóbaki og gamalli svitalykt, sem ég var löngu hættur að finna. „Af hverju ertu svona góð við mig?“ náði ég að umla í gegnum vínandann. Ég sá stúlkuna mína út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.