Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 40
S v e r r i r N o r l a n d
40 TMM 2014 · 3
skúrnum hjá ömmu ljúfu; smíða sleða, yrkja vísur, drekka sig notalega fulla
af rabarbaravíni.
„Hvernig heldurðu að hann hafi það núna?“ spurði Steinar gegnum lík-
kistulokið.
„Honum leið nú alltaf best með molduga fingur úti í garði.“ Og kannski
væri dauðinn ekki annað en upprifjun á öllum bestu stundunum úr lífi
okkar?
Það héti contemplatio mortis, að hugsa um dauðann þar til hann yrði
sjálfsagður hluti af lífinu og þar með ekkert ógn vænlegur lengur.
Ef til vill lægi afi töggur nú í gröfinni og léti sig dreyma um fyrstu
kynni þeirra ömmu ljúfu, þegar þau sungu frum samdar ástarvísur inn um
gluggann hvort hjá öðru.
„Laufblöðin hljóta að iðka þetta contemplatio mortis,“ sagði Steinar hásum
rómi þegar pabbi Alfreð hleypti honum loks út við dagrenningu og þeir
sáu út um bíl skúrs glugg ann hvernig haustlaufið sveif hægt og rólyndislega
niður á göturnar allt um kring, perugult, eldgrænt, kopar rautt eins og hárið
á Óskari.
* * *
Steinar spurði hvort þau mamma Signý ætluðu að skilja. Pabbi Alfreð sagði
að sumir væru heppnir með ástina, aðrir óheppnir, svo einfalt væri það nú.
Síðan að það væri merki legt með hjónabandið: Árum saman reyndi fólk að
skilja hvort annað og ef það fengi engan botn í málið endaði það loks á því
að skilja – þó í öðrum skilningi. Og kannski væri það eini skilningurinn sem
öðlast mætti á lífsleiðinni, að engar tvær manneskjur ættu nema stundlega
samleið.
Nema afi töggur og amma ljúfa. Þau höfðu verið heppin. Þeir pabbi Alfreð
lágu í bólstruðu svefnlíkkistunum sínum og hlustuðu á ýlfur pípulagnanna,
flaututóna vindsins, gerðu sér í hugarlund drauma afa töggs sem nú hvíldi
sig í kistu rétt eins og þeir – nema hvað hann var niðri í jörðinni, þeir ofan
á henni – draumar afa töggs voru svo fallegir, svo fullir af hlýju og ást, að
eitt andartak gat maður næstum trúað því að hvergi þrifist neitt ljótt, að
hver stund ævinnar væri töfrum slungið kraftaverk og að dauðinn væri ekki
annað en sældarlegur ropi eftir ljúffenga veislumáltíð.