Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 79
TMM 2014 · 3 79 Halla Þórlaug Manstu? Manstu þegar þú sagðir mér aftur og aftur söguna af því þegar þú óskaðir þess eins að fara í skóla, en þú varst bara fimm ára og hékkst þess í stað fyrir framan grindverkið hjá Miðbæjarskólanum og horfðir með aðdáunaraugum á krakkana þar fyrir innan? Manstu þegar þú sást stóru stelpurnar sleikja mysing úr teskeið og þú hélst það væri sinnep og baðst mömmu þína um að gefa þér svoleiðis líka og skildir ekkert í því hvað þetta væri vont en sleiktir þetta samt, eins og stóru stelpurnar? Manstu þegar þú varst fjögurra ára og fórst alein með litla bróður þinn í vagni í heimsókn til ömmu þinnar í Hlíð- unum og mamma þín var svo hrædd um þig og allir fóru út að leita? Manstu hvað þú varst hissa þegar þú komst til ömmu þinnar, þú sem hélst hún yrði svo glöð að þú hefðir ákveðið að koma í heimsókn. Og manstu þegar þú lást á gluggunum á bandaríska sendiráðinu og horfðir á þvottavélarnar snúast, hring eftir hring? Þú hafðir aldrei séð neitt þessu líkt áður. Svo mörgum árum síðar áttirðu eftir að fara sjálf til Bandaríkjanna og horfa á beina útsendingu frá tunglinu í sjónvarpinu. Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið. Manstu? Og manstu svo þegar ég var svo lengi úti eitt kvöldið því ég hafði farið með Helga að passa hundana hjá blindu konunni og þegar ég kom heim varstu ekki heima heldur úti að leita að mér og pabbi sagði mér að fara beint að sofa. Þegar þú komst heim varstu reið við mig. Og ég fór að gráta og þú sagðir ástin mín og sagðir mér að þú hefðir bara verið hrædd um mig. Ég skildi það ekki þá, en ég skil það núna. Ég veit ekki hvort ég var nokkurn tímann reið, mamma. Ekki út í þig. Þegar þú lofaðir að fara aldrei nokkurn tímann frá mér, að allt yrði í lagi, að ég myndi neyðast til að sjá um þig í ellinni og þú ætlaðir að hringja oft á dag, alveg eins og amma gerði, mamma, þegar þú lofaðir því, þá veit ég að þú meintir vel. Þú vildir alls ekki fara frá mér. Þú ætlaðir alltaf að passa mig. Þú ætlaðir alls ekki að deyja, mamma, þú gerðir það óvart. Manstu þegar þú varst lítil og labbaðir með mömmu þinni í snjónum löngu leiðina heim og vildir endilega fá að geyma lykilinn? Manstu, hún vildi ekki leyfa þér það. Hún sagði að þú myndir bara týna honum. Svo þegar þú loksins fékkst að geyma lykilinn fleygðirðu honum frá þér og hugsaðir með sjálfri þér að fyrst þau vildu endilega að þú týndir honum gætirðu allt eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.