Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 58
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 58 TMM 2014 · 3 ekki farið úr skónum þegar hann kom inn og nú sá hann að hann hafði skilið eftir sig fótspor á gólfinu. Munstrið á skósólunum hans gráar línur á parketinu. Hann opnaði hurðina og sneri sér að bróður sínum. „Þú ættir samt kannski að fara í vinnuna á morgun,“ sagði hann. „Ef ekki þá gæti þeim þótt það eitthvað undarlegt.“ Bróðir hans kinkaði kolli og augun í honum voru ekki brothætt lengur. „Já, ætli það ekki. Það er örugglega stafli af uppsafnaðri vinnu á skrif- borðinu mínu.“ Jóhann snerti framhandlegg bróður síns og snertingin var svo ólík klunna lega faðmlaginu í eldhúsinu. Það var þyngd í snertingunni en einnig kærleikur og ást. Hönd hans hvíldi þar eitt augnablik en lyftist svo og gerði snögga hreyfingu í loftinu, eins og hann væri að veifa eða kveðja að hermanna sið. Böddi skilaði kveðjunni til baka með sama móti. Hann gekk upp snjóþaktar tröppurnar og hélt sér í handriðið og gekk frá húsinu. Þegar hann leit við stóð Böddi í gættinni. Honum kom aftur í hug tröllið sem bjó undir brúnni en sá ekkert fyndið við það lengur. Þeir horfðust í augu og hvorugur þeirra gerði eða sagði neitt til að gefa til kynna að þeir þekktu hvor annan, svo lokaði Böddi hurðinni og Jóhann sneri sér við og gekk í átt að bílnum. Á meðan bíllinn var stopp á rauðu ljósi á leiðinni heim til Ellu og krakk- anna sá Jóhann skyndilega fyrir sér hvernig Böddi gengur á milli herbergja í litlu íbúðinni og tekur niður ljósmyndir og blómamálverk, tekur föt úr svefn- herbergisskápnum og meik og krem úr baðherbergisskápnum og treður því öllu í stóran svartan ruslapoka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.