Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 129
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 3 129
Aðalsteinn Ingólfsson:
Gull, silfur og plett
Þór Magnússon – Íslenzk silfursmíð I &
II, 400 bls + 287 bls, Þjóðminjasafn
Íslands, 2013
Eftir því sem árin líða er mér æ meiri
ráðgáta hvaða mælikvarða dómnefndir
styðjast við þegar þær tilnefna íslenskar
fræðibækur til viðurkenninga eða verð-
launa. Þess skal getið að sjálfur hef ég
nokkrum sinnum orðið aðnjótandi
slíkra viðurkenninga og því síður en svo
óánægður með minn hlut í því lotteríi.
Hins vegar varð nýlegt tilfelli mér sér-
stakt umhugsunarefni. Í fyrra kom út
tveggja binda verk Þórs Magnússonar,
fyrrverandi þjóðminjavarðar, um
íslenska silfursmíð. Þetta verk, sem
óhikað má kalla grundvallarrit um silf-
ursmíð og silfursmiði á landinu frá upp-
hafi landnáms og til vorra tíma, hefur
Þór unnið að mestan hluta starfsævi
sinnar. Burtséð frá ótvíræðu heimildar-
gildi sínu er ritið sérstakt augnayndi í
hvívetna, smekklega hannað og prýtt
ljósmyndum Ívars Brynjólfssonar.
Nú bregður svo við að þegar fræði-
bækur eru tilnefndar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna 2013, er Íslensk
silfursmíð fjarri góðu gamni, ásamt
öðru tímamótaverki sem Þjóðminja-
safnið stendur að og fjallað var um
nýlega í TMM, bók Ingu Láru Baldvins-
dóttur um Sigfús Eymundsson. Þá er
nærtækast að álykta að Þjóðminjasafnið
hafi, af ástæðum sem ég fæ engan botn
í, ákveðið að tilnefna þessi tvö rit ekki
til bókmenntaverðlaunanna. Og eins og
alþjóð er kunnugt koma ótilnefnd rit
ekki fyrir augu dómnefnda. Er þetta
skýringin á fjarveru Íslenskrar
silfursmíðar? Þess má geta að útgefandi
þarf að inna af hendi greiðslu fyrir hvert
verk sem hann tilnefnir.
Síðan víkur sögunni að viðurkenn-
ingum Hagþenkis fyrir árið 2013, sem
snúast um tíu úrvals fræðirit, sem dóm-
nefnd á vegum þess ágæta félags telur
lofsverð; eitt þeirra hlýtur svo eftirsótt
peningaverðlaun félagsins. Þar var rit
Ingu Láru að sönnu inni í myndinni, en
aftur var horft framhjá riti Þórs. Og þá
er vissulega tilefni til vangaveltna. Getur
hugsast að rit Þórs þyki ekki nógu
alþýðlegt eða nógu mikið fyrir augað?
Tæplega fer framhjá neinum sem hefur
bindin tvö um íslenska silfrið undir
höndum að markhópur verksins er ekki
áhugafólk í leit að auðmeltri upplýsingu
eða einskærum myndskreytingum á
gulli og silfri. Til að mynda er síðara
bindið nánast ómyndskreytt upptalning
þeirra 530 gullsmiða sem Þór hefur
fundið heimildir um að hafi starfað hér
á landi, ásamt viðauka um tæplega 30
íslenska gullsmiði sem störfuðu eða
ílentust í Danmörku.
Þá held ég að fullyrða megi að fyrra
bindið, með sinni nákvæmu útlistun á
sögu íslenskrar silfur- og gullsmíði í
rúmlega eitt þúsund ár, lýsingum á
smíðaefni og aðferðum, kirkjusilfri,
kvensilfri, borðbúnaði og reiðtygjum og
aðskiljanlegum öðrum smíðisgripum,
ásamt með viðaukum um leturgröft,
farandsala og gullsmíðar í seinni tíð,
eigi fyrst og fremst erindi við fag- og
safnafólk. En til þessa hefur sérhæfing
ekki verið talin ljóður á fræðiriti, ekki
síst einstæðu riti eins og því sem hér er
til umfjöllunar.
Þakklátt handverk
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að rit-
nefnd bókarinnar hafi verið óþarflega
sparsöm þegar kom að myndskreytingu
efnisins. Þá á ég ekki einvörðungu við
fjölda mynda, heldur einnig hönnun og